FÍB gagnrýnir milljarða arðgreiðslu Sjóvár Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 14:45 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, gagnrýnir tryggingarfélagið Sjóvá í grein sem birt var á vefsíðu félagsins í gær. Framkvæmdastjóri FÍB segir ljóst að gríðarlegur hagnaður tryggingafélagsins sé ekki að skila sér til viðskiptavina. Grein FÍB ber fyrirsögnina „Það tók 10 mínútur að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvár,“ og var birt á vef FÍB í gær. Þar segir að á hluthafafundi tryggingafélagsins í október síðastliðnum hafi samþykkt verið að greiða hluthöfum félagsins 2,5 milljarða króna til að laga fjármagnsskipan félagsins, eins og segir í fundargerð tryggingafélagsins Sjóvár. „Á mæltu máli þýðir þetta að Sjóvá hafi safnað mun meiri fjármunum í sjóði sína en þurfti til að standa undir tryggingastarfseminni,“ segir enn fremur í grein FÍB. Þá segir að félagið hafi einnig borgað þeim 2,65 milljarða króna í arð vegna ársins 2020 og samtals hafi hluthafar Sjóvár því fengið 5,15 milljarða króna frá tryggingafélaginu. Staða tryggingafélaganna sérstök Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við fréttastofu að iðgjöldin sem neytendur greiði séu í fyrsta lagi allt of há. Ökutækjatryggingar eru lögbundnar, sem merkir að óheimilt er að aka bíl án þar til gerðra ökutækjatrygginga, og sé staða tryggingafélaganna því sérstök. „Á sama tíma og félögin kvarta yfir taprekstri - þó allar kennitölur veiti vísbendingu um annað, þá sýnir það sig svolítið líka hvernig það er lag til gríðarlegra arðgreiðslna. Hins vegar virðist ekki vera neitt lag til að bæta kjör viðskiptavina,“ segir Runólfur. Runólfur telur einnig að félögin geri neytendum erfitt fyrir þegar að því kemur að kaupa ökutækjatryggingar. Torvelt geti verið að nálgast verðsamanburð, enda þurfi sérstaklega að óska eftir tilboði, til dæmis með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á síðu tryggingafélags. Krefst aukins gagnsæis Runólfur nefnir að tryggingafélögin ættu tvímælalaust að halda uppi meira gagnsæi, þannig að hægt sé að bera saman mismunandi verð trygginganna og sundurliðun með nákvæmari hætti. Ökutækjatryggingar séu yfirleitt sambærilegar og því ætti að vera auðvelt að birta þetta með skýrari hætti. „Eðlilegt væri að það sé einhvers konar gátt til þess að gera verðsamanburð. Nú verður að vera með kennitölu og fólki er þetta gert erfiðara fyrir. Við vitum ekki hvernig þessi verð eru ákveðin. Þetta er auðvitað hluti af neyslu almennings sem að kemur öllum við og er stór hluti af útgjöldum heimilanna,“ segir Runólfur. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur áður fjallað um málið, en síðast í september greindi fréttastofa frá því að FÍB hafi sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Ástæðan kvörtunarinnar var meint hagsmunagæsla framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrir hönd tryggingafélaganna. Tryggingar Neytendur Samkeppnismál Bílar Sjóvá Tengdar fréttir Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Grein FÍB ber fyrirsögnina „Það tók 10 mínútur að hirða 2,5 milljarða af viðskiptavinum Sjóvár,“ og var birt á vef FÍB í gær. Þar segir að á hluthafafundi tryggingafélagsins í október síðastliðnum hafi samþykkt verið að greiða hluthöfum félagsins 2,5 milljarða króna til að laga fjármagnsskipan félagsins, eins og segir í fundargerð tryggingafélagsins Sjóvár. „Á mæltu máli þýðir þetta að Sjóvá hafi safnað mun meiri fjármunum í sjóði sína en þurfti til að standa undir tryggingastarfseminni,“ segir enn fremur í grein FÍB. Þá segir að félagið hafi einnig borgað þeim 2,65 milljarða króna í arð vegna ársins 2020 og samtals hafi hluthafar Sjóvár því fengið 5,15 milljarða króna frá tryggingafélaginu. Staða tryggingafélaganna sérstök Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við fréttastofu að iðgjöldin sem neytendur greiði séu í fyrsta lagi allt of há. Ökutækjatryggingar eru lögbundnar, sem merkir að óheimilt er að aka bíl án þar til gerðra ökutækjatrygginga, og sé staða tryggingafélaganna því sérstök. „Á sama tíma og félögin kvarta yfir taprekstri - þó allar kennitölur veiti vísbendingu um annað, þá sýnir það sig svolítið líka hvernig það er lag til gríðarlegra arðgreiðslna. Hins vegar virðist ekki vera neitt lag til að bæta kjör viðskiptavina,“ segir Runólfur. Runólfur telur einnig að félögin geri neytendum erfitt fyrir þegar að því kemur að kaupa ökutækjatryggingar. Torvelt geti verið að nálgast verðsamanburð, enda þurfi sérstaklega að óska eftir tilboði, til dæmis með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum á síðu tryggingafélags. Krefst aukins gagnsæis Runólfur nefnir að tryggingafélögin ættu tvímælalaust að halda uppi meira gagnsæi, þannig að hægt sé að bera saman mismunandi verð trygginganna og sundurliðun með nákvæmari hætti. Ökutækjatryggingar séu yfirleitt sambærilegar og því ætti að vera auðvelt að birta þetta með skýrari hætti. „Eðlilegt væri að það sé einhvers konar gátt til þess að gera verðsamanburð. Nú verður að vera með kennitölu og fólki er þetta gert erfiðara fyrir. Við vitum ekki hvernig þessi verð eru ákveðin. Þetta er auðvitað hluti af neyslu almennings sem að kemur öllum við og er stór hluti af útgjöldum heimilanna,“ segir Runólfur. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur áður fjallað um málið, en síðast í september greindi fréttastofa frá því að FÍB hafi sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Ástæðan kvörtunarinnar var meint hagsmunagæsla framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja, fyrir hönd tryggingafélaganna.
Tryggingar Neytendur Samkeppnismál Bílar Sjóvá Tengdar fréttir Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00 FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47 FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Tölum um tryggingar - Viðbrögð við athugasemdum FÍB Lítið er fjallað um efni og eðli trygginga á opinberum vettvangi þó við séum öll vel tryggð og njótum ríkrar tryggingaverndar hér á landi í samanburði við mörg önnur ríki. Reglulega birtist þó gagnrýni á tryggingafélögin vegna þess kostnaðar sem við berum vegna þeirrar tryggingaverndar sem við njótum. Verður þessi umfjöllun oft heldur einhliða því líkt og lífið sjálft er málið ekki eins einfalt og virðist í fyrstu. 8. september 2021 08:00
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. 10. september 2021 13:47
FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. 10. september 2021 08:00