Neyslurými í Reykjavík – mikilvæg skaðaminnkandi þjónusta! Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2021 13:30 Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri græn Fíkn Borgarstjórn Reykjavík Félagsmál Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Velferðarráð hefur samþykkt samning milli Reykjavíkurborgar og Sjúkratrygginga Íslands um að fela Rauða Krossinum rekstur færanlegs neyslurýmis í Reykjavík. Málið hefur átt sér langan aðdraganda, en mörg muna eflaust eftir miklum viðbrögðum við hugmyndum Jóns Gnarr, sem þá var borgarstjóri, um opnun neyslurýmis í Reykjavík. Mörgum þótti hugmyndin fjarstæðukennd og ekki hægt að segja að það hafi verið víðtæk sátt um hana, hvorki innan stjórnmálanna né meðal fagfólks í félags- og heilbrigiðmálum á þeim tíma. En umræðan fór af stað og árið 2016 skilaði hópur sem sem hafði það hlutverk að skila tillögum um skaðaminnkandi nálgun í þjónustu og lagalegu umhverfi vímuefnaneytenda, og skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra, skýrslu þar sem m.a var lagt til að sett yrði á fót neyslurými. Lítið gerðist síðan í málinu þangað til Svandís Svavarsdóttir tók við Heilbrigðisráðuneytinu, en þá fór vinna í gang við löggjöf um málið sem samþykkt var á Alþingi í maí 2020. Í Reykjavík var lítil framþróun í málaflokki heimilislausra allt fram til ársins 2014. Borgin rak gistiskýli fyrir heimilislausa í gamla farsóttarhúsinu á Þingholtsstræti auk þess sem kaffistofa Samhjálpar var opin yfir daginn. Hafði þetta fyrirkomulag verið nánast óbreytt um áratuga skeið. Fyrsta heildstæða stefnan í málefnum heimilislausra leit síðan dagsins ljós í febrúar 2014 og gilti sú stefna til ársins 2018. Ný stefna var svo samþykkt í borgarstjórn í júní 2019, en byggir hún í grunninn á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um húsnæðið fyrst. Í henni er einnig ávörpuð sérstök staða kvenna í hópi heimilislausra, en rannsóknir sýna að vandi þeirra er oft meira falinn úti í samfélaginu og því þörf á sérstökum úrræðum fyrir konur. Reykjavík hefur verið leiðandi hér á landi í þjónustu við heimilislaust fólk og fram til þessa tekið að sér langstærstan hluta í þjónustu við þennan jaðarsettasta hóp samfélagsins. Skaðaminnkandi nálgun í þjónustu byggir á nálgun mannúðar og skynsemi og því að viðurkenna fólk sem notar vímuefni og veita þeim aðstoð til að draga úr þeim skaða sem af neyslunni hlýst. Ekki er gerð krafa um að hætta neyslu til að eiga rétt á aðstoð og stuðningi. Neyslurými eru lagalega samþykkt svæði fyrir einstaklinga til að neyta ólöglegra vímuefna með sem öruggustum hætti. Starfsemi neyslurýma byggir á þeirri sýn að ef einstaklingar sem nota vímuefni um æð fá öruggan stað til að neyta efnanna, má draga úr ýmsum skaðlegum hliðarverkunum því tengdu. Neyslurými hafa verið starfandi frá því á áttunda áratugnum og var fyrsta neyslurýmið opnað árið 1986 í Berne í Sviss. Frá þeim tíma hafa mörg önnur lönd fylgt í kjölfarið, s.s Holland, Þýskaland, Noregur og Danmörk. Ég hef sjálf kynnt mér starfssemi neyslurýma og skoðaði m.a. slíkt í Amsterdam árið 2013 og sannfærðist í þeirri ferð að hér væri um gríðarlega mikilvæga þjónustu að ræða fyrir einn jaðarsettasta hóp samfélagsins. Ég fagna framkomnum samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur neyslurýmis í Reykjavík. Sú mannúð sem felst í skaðaminnkandi nálgun getur skilið milli lífs og dauða fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á þjónustunni að halda. Mikilvægt er að veita heilbrigðisþjónustu í slíku rými og því mikilvægt að samningurinn taki tillit til þess. Við skulum öll hafa kjark og þor til að standa með þeim sem þurfa öruggan stað til að neyta vímuefna, með mannúð og fordómaleysi að leiðarljósi. Ég fagna því að loksins verði öruggt neyslurými að veruleika í Reykjavík, það getur sannarlega skilið milli lífs og dauða. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar