Pældu í því hversu frábært og magnað eintak þú ert! Kristján Hafþórsson skrifar 16. nóvember 2021 12:01 Mig langar til þess að skrifa niður nokkur orð um það hversu frábært lífið er, hversu mögnuð manneskja þú ert og hversu hverfult lífið getur verið. Pældu í því hvað maður er heppinn að fæðast. Pældu í því hversu magnað og yndislegt lífið er. Maður skal sko aldeilis njóta veru sinnar hér á þessari jörðu því það eru því miður margir teknir alltof snemma frá okkur og margir sem lenda mjög illa í því í lífinu. Ég veit hversu hverfult lífið getur verið þar sem ég missti föður minn þegar ég var að verða 16 ára gamall. Ég veit hversu skjótt dauðinn getur bankað að dyrum. Þess vegna ákvað ég mjög fljótt eftir að þessi sorglegi atburður átti sér stað að vera sólarmegin í lífinu og reyna að sjá tækifæri og jákvæðni í öllum aðstæðum. Það auðvitað gengur ekki alltaf upp en maður verður að reyna. Maður verður að reyna að vera jákvæður og gefast aldrei upp, sama hvað á bjátar. Maður verður að átta sig á hversu heppinn maður er að vera til og ef eitthvað kemur upp á þá að hugsa í lausnum en ekki í vandamálum. Þú ert frábær og aldrei gleyma því. Þú ert ótrúlega hæfileikarík manneskja og getur allt sem þú vilt. Það eru engin takmörk á því sem þú getur gert. Finndu ástríðuna þína og ræktaðu hana því að lífið er svo sannarlega núna. Njóttu augnabliksins og láttu þau sem þú elskar vita hversu mikið þú elskar þau. Fólk er auðvitað mis upplagt frá degi til dags en ef maður að minnsta kosti man eftir og gerir sér grein fyrir því hversu heppinn maður er gefur það manni þó eitthvað til þess að byggja á ef maður er að eiga slæman dag. Maður veit aldrei hvað næsta manneskja er að ganga í gegnum og því skal maður alltaf sýna náunganum kærleik og virðingu. Aldrei gefast upp og mundu…Þú ert frábær. Ást og friður. Höfundur er lífskúnstner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Kristján Hafþórsson Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig langar til þess að skrifa niður nokkur orð um það hversu frábært lífið er, hversu mögnuð manneskja þú ert og hversu hverfult lífið getur verið. Pældu í því hvað maður er heppinn að fæðast. Pældu í því hversu magnað og yndislegt lífið er. Maður skal sko aldeilis njóta veru sinnar hér á þessari jörðu því það eru því miður margir teknir alltof snemma frá okkur og margir sem lenda mjög illa í því í lífinu. Ég veit hversu hverfult lífið getur verið þar sem ég missti föður minn þegar ég var að verða 16 ára gamall. Ég veit hversu skjótt dauðinn getur bankað að dyrum. Þess vegna ákvað ég mjög fljótt eftir að þessi sorglegi atburður átti sér stað að vera sólarmegin í lífinu og reyna að sjá tækifæri og jákvæðni í öllum aðstæðum. Það auðvitað gengur ekki alltaf upp en maður verður að reyna. Maður verður að reyna að vera jákvæður og gefast aldrei upp, sama hvað á bjátar. Maður verður að átta sig á hversu heppinn maður er að vera til og ef eitthvað kemur upp á þá að hugsa í lausnum en ekki í vandamálum. Þú ert frábær og aldrei gleyma því. Þú ert ótrúlega hæfileikarík manneskja og getur allt sem þú vilt. Það eru engin takmörk á því sem þú getur gert. Finndu ástríðuna þína og ræktaðu hana því að lífið er svo sannarlega núna. Njóttu augnabliksins og láttu þau sem þú elskar vita hversu mikið þú elskar þau. Fólk er auðvitað mis upplagt frá degi til dags en ef maður að minnsta kosti man eftir og gerir sér grein fyrir því hversu heppinn maður er gefur það manni þó eitthvað til þess að byggja á ef maður er að eiga slæman dag. Maður veit aldrei hvað næsta manneskja er að ganga í gegnum og því skal maður alltaf sýna náunganum kærleik og virðingu. Aldrei gefast upp og mundu…Þú ert frábær. Ást og friður. Höfundur er lífskúnstner.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar