Pældu í því hversu frábært og magnað eintak þú ert! Kristján Hafþórsson skrifar 16. nóvember 2021 12:01 Mig langar til þess að skrifa niður nokkur orð um það hversu frábært lífið er, hversu mögnuð manneskja þú ert og hversu hverfult lífið getur verið. Pældu í því hvað maður er heppinn að fæðast. Pældu í því hversu magnað og yndislegt lífið er. Maður skal sko aldeilis njóta veru sinnar hér á þessari jörðu því það eru því miður margir teknir alltof snemma frá okkur og margir sem lenda mjög illa í því í lífinu. Ég veit hversu hverfult lífið getur verið þar sem ég missti föður minn þegar ég var að verða 16 ára gamall. Ég veit hversu skjótt dauðinn getur bankað að dyrum. Þess vegna ákvað ég mjög fljótt eftir að þessi sorglegi atburður átti sér stað að vera sólarmegin í lífinu og reyna að sjá tækifæri og jákvæðni í öllum aðstæðum. Það auðvitað gengur ekki alltaf upp en maður verður að reyna. Maður verður að reyna að vera jákvæður og gefast aldrei upp, sama hvað á bjátar. Maður verður að átta sig á hversu heppinn maður er að vera til og ef eitthvað kemur upp á þá að hugsa í lausnum en ekki í vandamálum. Þú ert frábær og aldrei gleyma því. Þú ert ótrúlega hæfileikarík manneskja og getur allt sem þú vilt. Það eru engin takmörk á því sem þú getur gert. Finndu ástríðuna þína og ræktaðu hana því að lífið er svo sannarlega núna. Njóttu augnabliksins og láttu þau sem þú elskar vita hversu mikið þú elskar þau. Fólk er auðvitað mis upplagt frá degi til dags en ef maður að minnsta kosti man eftir og gerir sér grein fyrir því hversu heppinn maður er gefur það manni þó eitthvað til þess að byggja á ef maður er að eiga slæman dag. Maður veit aldrei hvað næsta manneskja er að ganga í gegnum og því skal maður alltaf sýna náunganum kærleik og virðingu. Aldrei gefast upp og mundu…Þú ert frábær. Ást og friður. Höfundur er lífskúnstner. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Kristján Hafþórsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Mig langar til þess að skrifa niður nokkur orð um það hversu frábært lífið er, hversu mögnuð manneskja þú ert og hversu hverfult lífið getur verið. Pældu í því hvað maður er heppinn að fæðast. Pældu í því hversu magnað og yndislegt lífið er. Maður skal sko aldeilis njóta veru sinnar hér á þessari jörðu því það eru því miður margir teknir alltof snemma frá okkur og margir sem lenda mjög illa í því í lífinu. Ég veit hversu hverfult lífið getur verið þar sem ég missti föður minn þegar ég var að verða 16 ára gamall. Ég veit hversu skjótt dauðinn getur bankað að dyrum. Þess vegna ákvað ég mjög fljótt eftir að þessi sorglegi atburður átti sér stað að vera sólarmegin í lífinu og reyna að sjá tækifæri og jákvæðni í öllum aðstæðum. Það auðvitað gengur ekki alltaf upp en maður verður að reyna. Maður verður að reyna að vera jákvæður og gefast aldrei upp, sama hvað á bjátar. Maður verður að átta sig á hversu heppinn maður er að vera til og ef eitthvað kemur upp á þá að hugsa í lausnum en ekki í vandamálum. Þú ert frábær og aldrei gleyma því. Þú ert ótrúlega hæfileikarík manneskja og getur allt sem þú vilt. Það eru engin takmörk á því sem þú getur gert. Finndu ástríðuna þína og ræktaðu hana því að lífið er svo sannarlega núna. Njóttu augnabliksins og láttu þau sem þú elskar vita hversu mikið þú elskar þau. Fólk er auðvitað mis upplagt frá degi til dags en ef maður að minnsta kosti man eftir og gerir sér grein fyrir því hversu heppinn maður er gefur það manni þó eitthvað til þess að byggja á ef maður er að eiga slæman dag. Maður veit aldrei hvað næsta manneskja er að ganga í gegnum og því skal maður alltaf sýna náunganum kærleik og virðingu. Aldrei gefast upp og mundu…Þú ert frábær. Ást og friður. Höfundur er lífskúnstner.