Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 22:01 Rannveig Þórisdóttir er sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. vísir/arnar Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig. Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig.
Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent