Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 12:26 HIngað til hafa stjórnvöld einblínt á eftirspurnina, segja sérfræðingarnir. Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá. Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá.
Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32
Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06
Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48