„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Kyle Rittenhouse brotnaði saman er hann svaraði spurningum verjenda síns. Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45
Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36
Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent