Skotárásir í Bandaríkjunum Segja árásina hafa beinst gegn ICE Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Erlent 24.9.2025 16:51 Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Erlent 24.9.2025 12:54 Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23.9.2025 19:08 Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Erlent 21.9.2025 11:37 Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Þrír lögregluþjónar voru skotnir til bana og tveir til viðbótar særðir í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Einn maður var skotinn til bana af lögregluþjónum en ráðamenn hafa hingað til sagt lítið um hvað gerðist í rauninni. Erlent 18.9.2025 11:32 Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. Erlent 17.9.2025 11:05 Hryðjuverkaákærum vísað frá Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Erlent 16.9.2025 14:15 Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstaklinginn sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Erlent 12.9.2025 06:26 Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Innlent 11.9.2025 12:59 Hver var Charlie Kirk? MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag. Erlent 11.9.2025 10:56 Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Leit að þeim sem skaut bandaríska hægri sinnaða áhrifavaldinn Charlie Kirk til bana á útisamkomu í Utah í gærkvöldi stendur yfir. Morðvopnið er fundið og lögregla hefur dreift myndum af karlmanni sem leitað er að. Erlent 11.9.2025 09:58 Yankees heiðruðu Charlie Kirk New York Yankees héldu og heiðruðu mínútuþögn fyrir leik liðsins í nótt, til minningar um íhaldssama áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum í gær. Sport 11.9.2025 07:58 Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. Erlent 11.9.2025 06:45 Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“. Erlent 10.9.2025 19:19 Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina. Erlent 5.9.2025 08:10 Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Erlent 29.8.2025 07:00 Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Erlent 28.8.2025 06:46 Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. Erlent 27.8.2025 15:17 Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Erlent 14.8.2025 17:54 Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. Erlent 12.8.2025 11:59 Skotárás á Times Square Þrír eru særðir eftir að maður hóf að skjóta á hóp fólk á Times Square, fjölfarnasta torgi New york borgar, í nótt. Sautján ára piltur hefur verið handtekinn í tengslum við málið Erlent 9.8.2025 10:29 Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Erlent 7.8.2025 11:14 Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. Erlent 6.8.2025 16:55 Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Maðurinn sem skaut fjóra til bana í New York í gærkvöldi og svipti sig svo lífi ætlaði sér að fara inn í höfuðstöðvar NFL-deildarinnar en fór í ranga lyftu. Lögreglan segir Shane Tamura hafa átt sér sögu geðrænna vandamála og í bréfi sem fannst á líki hans lýsti hann yfir mikilli reiði í garð deildarinnar. Erlent 29.7.2025 13:23 Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Borgarstjórinn í New York, Eric Adams, segir að byssumaðurinn sem myrti fjóra í skrifstofubyggingu á Manhattan hafi ætlað sér að komast inn á skrifstofu NFL-deildarinnar. Sport 29.7.2025 13:17 Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone. Erlent 29.7.2025 06:46 Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43 Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. Erlent 18.7.2025 17:12 Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Tveir slökkviliðsmenn voru skotnir til bana í gær í fjallaþorpi í Idaho í Bandaríkjunum. Erlent 30.6.2025 08:40 Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni. Erlent 16.6.2025 20:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 23 ›
Segja árásina hafa beinst gegn ICE Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að leyniskytta hóf skothríð við byggingu í eigu Innflytjenda og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa skotið á ómerktan sendibíl annarrar alríkislöggæslustofnunnar sem verið var að nota til að flytja menn sem taldir eru dvelja í Bandaríkjunum ólöglega og hæfði hann þrjá þeirra. Erlent 24.9.2025 16:51
Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Erlent 24.9.2025 12:54
Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23.9.2025 19:08
Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og fleiri Repúblikanar munu síðar í dag heiðra minningu hægrisinnaða áhrifavaldsins Charlie Kirk. Minningarathöfn fyrir Kirk fer fram á State Farm íþróttavellinum í Arizona og er búist við því að þúsundir muni mæta til að heiðra minningu hans. Erlent 21.9.2025 11:37
Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Þrír lögregluþjónar voru skotnir til bana og tveir til viðbótar særðir í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Einn maður var skotinn til bana af lögregluþjónum en ráðamenn hafa hingað til sagt lítið um hvað gerðist í rauninni. Erlent 18.9.2025 11:32
Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Yfirvöld í Utah í Bandaríkjunum birtu í gærkvöldi nýjar upplýsingar um manninn sem grunaður er um að hafa myrt Charlie Kirk, áhrifamikinn áhrifavald á hægri væng stjórnmála í Bandaríkjunum, í síðustu viku. Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson hefur verið ákærður í sjö liðum og stendur frammi fyrir dauðarefsingu vegna morðsins. Erlent 17.9.2025 11:05
Hryðjuverkaákærum vísað frá Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Erlent 16.9.2025 14:15
Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir einstaklinginn sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk hlaupa eftir þaki byggingar, stökkva niður, og ganga í burtu. Erlent 12.9.2025 06:26
Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að morðið á Charlie Kirk muni leiða til frekari skautunar í bandarísku samfélagi. Eins muni Bandaríkjaforseti líklega nýta sér tilefnið til að seilast enn lengra og taka sér frekari völd. Innlent 11.9.2025 12:59
Hver var Charlie Kirk? MAGA-hreyfing Donalds Trump Bandaríkjaforseta er í sárum eftir að Charlie Kirk, einn helsti baráttumaður hennar, var veginn úr launsátri í gær. Hratt ris Kirk til metorða á hægri vængnum endurspeglaði þá heiftarlegu skautun sem einkennir nú bandarísk stjórnmál og samfélag. Erlent 11.9.2025 10:56
Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Leit að þeim sem skaut bandaríska hægri sinnaða áhrifavaldinn Charlie Kirk til bana á útisamkomu í Utah í gærkvöldi stendur yfir. Morðvopnið er fundið og lögregla hefur dreift myndum af karlmanni sem leitað er að. Erlent 11.9.2025 09:58
Yankees heiðruðu Charlie Kirk New York Yankees héldu og heiðruðu mínútuþögn fyrir leik liðsins í nótt, til minningar um íhaldssama áhrifavaldinn Charlie Kirk sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum í gær. Sport 11.9.2025 07:58
Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa staðfest að enginn sé í haldi í tengslum við morðið á Charlie Kirk en upplýsingar þess efnis voru afar misvísandi í gærkvöldi. Erlent 11.9.2025 06:45
Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Charlie Kirk, hægri sinnaður bandarískur áhrifavaldur og bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, var skotinn til bana fyrir framan um þrjú þúsund manns á viðburði í háskóla í Utah. Ríkisstjóri Utan hefur lýst morðinu sem „pólitísku launmorði“. Erlent 10.9.2025 19:19
Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina. Erlent 5.9.2025 08:10
Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Lögregla í Minneapolis í Bandaríkjunum segir að árásarmaðurinn, sem skaut tvö börn til bana og særði átján til viðbótar í árás í kaþólskum skóla á miðvikudag, hafi verið „heltekinn af hugmyndinni um að drepa börn“. Erlent 29.8.2025 07:00
Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin 23 ára kona sem hóf skothríð í kaþólskum skóla í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær deildi sérstakri yfirlýsingu sinni fyrir árásina, var ekki á sakaskrá og hafði eignast skotvopnin með löglegum hætti. Á skotvopnin hafði árásarmaðurinn – Robin Westman – meðal annars skrifað „Drepið Trump“, „Breivik“ og „McVeigh“. Erlent 28.8.2025 06:46
Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Að minnsta kosti tvö börn voru skotin til bana og sautján eru særðir eftir að maður á þrítugsaldri hóf skothríð inn um glugga á kirkju þar sem fjöldi skólabarna hafði komið saman í Minneapolis í Bandaríkjunum í dag. Árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi eftir að hann var króaður af. Erlent 27.8.2025 15:17
Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Erlent 14.8.2025 17:54
Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Maður sem lét byssukúlum rigna yfir skrifstofur bandarískrar heilbrigðisstofnunar fyrir helgi er sagður hafa verið knúinn áfram að samsæriskenningum um bóluefni gegn Covid-19. Núverandi og fyrrverandi starfsmenn vara við afleiðingum slíkra samsæriskenninga í kjölfar árásarinnar. Erlent 12.8.2025 11:59
Skotárás á Times Square Þrír eru særðir eftir að maður hóf að skjóta á hóp fólk á Times Square, fjölfarnasta torgi New york borgar, í nótt. Sautján ára piltur hefur verið handtekinn í tengslum við málið Erlent 9.8.2025 10:29
Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Liðþjálfi í her Bandaríkjanna skaut fimm aðra hermenn á einni af stærstu herstöðvum ríkisins í gær. Árásarmaðurinn var fljótt yfirbugaður af öðrum hermönnum á svæðinu. Tilefni skothríðarinnar liggur ekki fyrir en árásarmaðurinn, sem er 28 ára gamall, notaði skammbyssu sem hann átti sjálfur. Erlent 7.8.2025 11:14
Fimm hermenn skotnir á herstöð Loka þurfti stórum hluta herstöðvarinnar Fort Stewart í Georgíu í Bandaríkjunum í dag eftir að maður hóf þar skothríð á hermenn. Fimm hermenn voru skotnir af árásarmanninum, sem var svo handsamaður. Erlent 6.8.2025 16:55
Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Maðurinn sem skaut fjóra til bana í New York í gærkvöldi og svipti sig svo lífi ætlaði sér að fara inn í höfuðstöðvar NFL-deildarinnar en fór í ranga lyftu. Lögreglan segir Shane Tamura hafa átt sér sögu geðrænna vandamála og í bréfi sem fannst á líki hans lýsti hann yfir mikilli reiði í garð deildarinnar. Erlent 29.7.2025 13:23
Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Borgarstjórinn í New York, Eric Adams, segir að byssumaðurinn sem myrti fjóra í skrifstofubyggingu á Manhattan hafi ætlað sér að komast inn á skrifstofu NFL-deildarinnar. Sport 29.7.2025 13:17
Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Fjórir eru látnir eftir skotárás á Manhattan, þeirra á meðal lögreglumaður sem var við störf sem öryggisvörður. Skotárásin átti sér stað í háhýsi þar sem meðal annars má finna skrifstofur National Football League og fjárfestingafyrirtækisins Blackstone. Erlent 29.7.2025 06:46
Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Þrjátíu eru særðir, þar af sjö lífshættulega, eftir að maður ók bíl sínum í hóp fólks sem beið þess að komast inn á skemmtistað í LA í gærnótt. Lögregla segir manninum hafa verið sparkað út af staðnum fyrir að vera til vandræða skömmu áður en hann ók á hópinn. Erlent 20.7.2025 14:43
Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. Erlent 18.7.2025 17:12
Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Tveir slökkviliðsmenn voru skotnir til bana í gær í fjallaþorpi í Idaho í Bandaríkjunum. Erlent 30.6.2025 08:40
Ætlaði að myrða tvo þingmenn til viðbótar Maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir að myrða einn ríkisþingmann í Minnesota í Bandaríkjunum og særa annan, ætlaði sér að myrða tvo Demókrata til viðbótar. Vance Boelter, sem stendur frammi fyrir mögulegum dauðadómi, fór heim til tveggja annarra þingmanna á laugardaginn en annar þeirra var í fríi og Boelter flúði frá hinu heimilinu vegna lögregluþjóna sem voru þar á ferðinni. Erlent 16.6.2025 20:15