Aldrei meiri umferð um Hringveginn Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 08:31 Mest var aukningin á Mýrdalssandi. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra. Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent. Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent.
Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira