Meina þingmenn það sem þeir sögðu? Andrés Ingi Jónsson skrifar 21. október 2021 13:00 Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C. Þetta kemur fram í nýjustu Production Gap Report frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), raunar er þetta sama niðurstaða og komið hefur fram árlega í þessum skýrslum. Skilaboðin eru ósköp einföld: Ef ríkisstjórnum er alvara með þann metnað sem þær segjast hafa í loftslagsmálum, þá þurfa þær að hætta við allar hugmyndir um nýja vinnslu á kolum, olíu og gasi. Aðgerðir í loftslagsmálum hafa gjarnan einblínt á eftirspurnarhliðina, snúist um að breyta neyslu einstaklinga og framleiðsluháttum fyrirtækja. Í seinni tíð hefur hins vegar ákallið um að draga úr framboði á jarðefnaeldsneyti orðið sífellt háværara. Það er nefnilega ekki hægt að segjast ætla að ná kolefnishlutleysi en leyfa samt óhefta vinnslu á olíu, gasi og kolum. Skýrsla UNEP dregur vel fram hversu miklu munar á orðum og efndum í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin missti af vagninum í vor Í baráttunni gegn vinnslu jarðefnaeldsneytis getur Ísland lagt sitt af mörkum til afvötnunar olíufíkla. En til þess þarf ríkisstjórn Íslands að setja raunverulega metnaðarfulla stefnu og þora að standa með henni. Því miður sáum við dæmi um hið gagnstæða í vor, þegar stjórnarflokkarnir treystu sér ekki einu sinni til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit. Bann sem ætti að vera sjálfsagt og auðsótt mál í landi sem enn stundar enga olíuleit! Fyrir vikið mæta fulltrúar Íslands með minni metnað í farteskinu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow eftir tvær vikur. Ef ríkisstjórnin hefði ekki þvælst gegn olíuleitarbanni þá hefðu fulltrúar okkar getað slegist í hóp með Danmörku og Kosta Ríka, sem hafa myndað bandalag ríkja til að stöðva olíu- og gasvinnslu (BOGA). Til að komast í þann hóp dugar ekki að skila auðu, eins og ríkisstjórn Íslands, heldur þarf að hafa gripið til aðgerða. En það eru einmitt svona bandalög róttækustu ríkja sem geta aukið slagkraft loftslagsaðgerða. Með því að fara fram með góðu fordæmi og setja þannig þrýsting á þau ríki sem standa sig verr. Segja slugsunum til syndanna - ríkjum eins og Noregi og Bretlandi sem segjast hafa mikinn metnað í loftslagsmálum en taka á sama tíma þátt í ótrúlegu olíuleitarkapphlaupi. Kosningabrella eða alvöru afstaða? Við þurfum þó ekki öll að skila auðu. Alþingismenn hafa enn tök á að snúa bökum saman og senda skýr skilaboð um hvaða hópi ríkjavið viljum tilheyra. Það geta þeir gert með að kalla eftir sáttmála um takmörkun á vinnslu jarðefnaeldsneytis (e. Fossil Fuel Non-Proliferation Treaty) í tengslum við COP26, en ákall um sáttmálann verður formlega kynnt til leiks á ráðstefnunni. Ákallið var sett af stað af fulltrúum fátækustu ríkja heims, þeirra ríkja sem bera minnsta ábyrgð á hamfarahlýnun en þurfa að líkindum að axla mest af afleiðingum hennar. Íbúar í auðugari ríkjum, sem losa mikið af gróðurhúsalofttegundum, geta varla annað en stutt sáttmálann. Þannig sláumst við í hóp með 800 félagasamtökum, 2500 vísindamönnum, 100 Nóbelsverðlaunahöfum, 15 borgum og tugþúsundum einstaklinga sem gera þá einföldu kröfu að við stöndum við stóru orðin í loftslagsmálum með því að: Banna nýja vinnslu jarðefnaeldsneytis Hætta þeirri vinnslu jarðefnaeldsneytis sem er þegar í gangi Fjárfesta í nauðsynlegum umskiptum svo að ríki um allan heim hafi aðgengi að endurnýjanlegri orku, og hjálpa samfélögum og fólki sem er háð jarðefnaiðnaðinum að öðlast sanngjörn umskipti Þingfólk Pírata er þegar búið að skrifa undir sáttmálann og við hvetjum aðra þingflokka til að gera slíkt hið sama. Það ætti að vera fátt því til fyrirstöðu, svona í ljósi þess hvernig næstum allir flokkar töluðu fyrir kosningar. Núna er hins vegar komið að efndunum. Meina flokkarnir það sem þeir segja? Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Umhverfismál Alþingi COP26 Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C. Þetta kemur fram í nýjustu Production Gap Report frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), raunar er þetta sama niðurstaða og komið hefur fram árlega í þessum skýrslum. Skilaboðin eru ósköp einföld: Ef ríkisstjórnum er alvara með þann metnað sem þær segjast hafa í loftslagsmálum, þá þurfa þær að hætta við allar hugmyndir um nýja vinnslu á kolum, olíu og gasi. Aðgerðir í loftslagsmálum hafa gjarnan einblínt á eftirspurnarhliðina, snúist um að breyta neyslu einstaklinga og framleiðsluháttum fyrirtækja. Í seinni tíð hefur hins vegar ákallið um að draga úr framboði á jarðefnaeldsneyti orðið sífellt háværara. Það er nefnilega ekki hægt að segjast ætla að ná kolefnishlutleysi en leyfa samt óhefta vinnslu á olíu, gasi og kolum. Skýrsla UNEP dregur vel fram hversu miklu munar á orðum og efndum í loftslagsmálum. Ríkisstjórnin missti af vagninum í vor Í baráttunni gegn vinnslu jarðefnaeldsneytis getur Ísland lagt sitt af mörkum til afvötnunar olíufíkla. En til þess þarf ríkisstjórn Íslands að setja raunverulega metnaðarfulla stefnu og þora að standa með henni. Því miður sáum við dæmi um hið gagnstæða í vor, þegar stjórnarflokkarnir treystu sér ekki einu sinni til að samþykkja frumvarp mitt um bann við olíuleit. Bann sem ætti að vera sjálfsagt og auðsótt mál í landi sem enn stundar enga olíuleit! Fyrir vikið mæta fulltrúar Íslands með minni metnað í farteskinu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem haldin verður í Glasgow eftir tvær vikur. Ef ríkisstjórnin hefði ekki þvælst gegn olíuleitarbanni þá hefðu fulltrúar okkar getað slegist í hóp með Danmörku og Kosta Ríka, sem hafa myndað bandalag ríkja til að stöðva olíu- og gasvinnslu (BOGA). Til að komast í þann hóp dugar ekki að skila auðu, eins og ríkisstjórn Íslands, heldur þarf að hafa gripið til aðgerða. En það eru einmitt svona bandalög róttækustu ríkja sem geta aukið slagkraft loftslagsaðgerða. Með því að fara fram með góðu fordæmi og setja þannig þrýsting á þau ríki sem standa sig verr. Segja slugsunum til syndanna - ríkjum eins og Noregi og Bretlandi sem segjast hafa mikinn metnað í loftslagsmálum en taka á sama tíma þátt í ótrúlegu olíuleitarkapphlaupi. Kosningabrella eða alvöru afstaða? Við þurfum þó ekki öll að skila auðu. Alþingismenn hafa enn tök á að snúa bökum saman og senda skýr skilaboð um hvaða hópi ríkjavið viljum tilheyra. Það geta þeir gert með að kalla eftir sáttmála um takmörkun á vinnslu jarðefnaeldsneytis (e. Fossil Fuel Non-Proliferation Treaty) í tengslum við COP26, en ákall um sáttmálann verður formlega kynnt til leiks á ráðstefnunni. Ákallið var sett af stað af fulltrúum fátækustu ríkja heims, þeirra ríkja sem bera minnsta ábyrgð á hamfarahlýnun en þurfa að líkindum að axla mest af afleiðingum hennar. Íbúar í auðugari ríkjum, sem losa mikið af gróðurhúsalofttegundum, geta varla annað en stutt sáttmálann. Þannig sláumst við í hóp með 800 félagasamtökum, 2500 vísindamönnum, 100 Nóbelsverðlaunahöfum, 15 borgum og tugþúsundum einstaklinga sem gera þá einföldu kröfu að við stöndum við stóru orðin í loftslagsmálum með því að: Banna nýja vinnslu jarðefnaeldsneytis Hætta þeirri vinnslu jarðefnaeldsneytis sem er þegar í gangi Fjárfesta í nauðsynlegum umskiptum svo að ríki um allan heim hafi aðgengi að endurnýjanlegri orku, og hjálpa samfélögum og fólki sem er háð jarðefnaiðnaðinum að öðlast sanngjörn umskipti Þingfólk Pírata er þegar búið að skrifa undir sáttmálann og við hvetjum aðra þingflokka til að gera slíkt hið sama. Það ætti að vera fátt því til fyrirstöðu, svona í ljósi þess hvernig næstum allir flokkar töluðu fyrir kosningar. Núna er hins vegar komið að efndunum. Meina flokkarnir það sem þeir segja? Höfundur er þingmaður Pírata
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar