Tækifærin eru í Fjarðabyggð: Uppbygging á grænum orkugarði á Reyðarfirði Jón Björn Hákonarson skrifar 8. október 2021 15:01 Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Orkumál Jón Björn Hákonarson Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega var haldinn á Reyðarfirði fjölmennur íbúafundur vegna hugmynda sem uppi hafa verið um uppbyggingu á grænum orkugarði í Fjarðabyggð þar sem höfuðáhersla verður lögð á framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði. Í júlí sl. var ritað undir viljayfirlýsingu milli Fjarðabyggðar, Landsvirkjunar og danska fjárfestingarsjóðsins CIP um að kanna fýsileika þess að hefja slíkt verkefni á Reyðarfirði. Um er að ræða stórt og mjög spennandi verkefni sem bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hafa verið einhuga um að vinna að. En hvað þýðir uppbygging á grænum orkugarði og hvað felst í því fyrir samfélagið í Fjarðabyggð og landið allt ef því er að skipta? Risavaxið verkefni orkuskipta er framundan Framundan er risavaxið verkefni á Íslandi og heiminum öllum sem varðaer snýr að orkuskiptum. Þjóðir heims hafa skuldbundið sig til að draga úr losun óæskilegra efna út í andrúmsloftið og hætta brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta hefur orðið til þess að heimurinn allur leitar nú lausna til að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhvefisvæna orkugjafa og finna hagkvæmar lausnir til framleiðslu þeirra. Hluti af þessu er t.a.m. sú mikla fjölgun sem orðið hefur á rafbílum að undaförnu, tækni þeirra hefur fleytt fram á allra síðustu árum og rafmagnsbílar eru að ryðja sér til rúms sem ákjósanlegur kostur fyrir almenning. En rafmagn mun ekki henta sem orkugjafi á öllum sviðum. Í ýmsum stærri tækjum s.s. í flutningabílum, skipum og flugvélum, þarf að finna aðrar lausnir og þar kemur vetni sterkt inn sem fýsilegur orkugjafi enda ein hreinasta afurð sem völ er á. Grunnur hins græna orkugarðs sem hugmyndir eru uppi um á Reyðarfirði er framleiðsla á vetni. Við framleiðslu þess falla til hliðarafurðir s.s. súrefni og heitt vatn þannig að til getur orðið samfélag fyrirtækja sem kjósa að staðsetja sig á sama stað og nýta áðurnefndar hliðarafurðir. Þannig verður til hringrásarhagkerfi sem tryggir að þær orkuafurðir sem til verða séu fullnýttar og skapi þannig mikil verðmæti, jafnvel í samstarfi við fyrirtæki í Fjarðabyggð. Um leið gæti verkefnið spilað stórt hlutverk í að Íslandi verði kleift að standa við skuldbindingar um orkuskipti innanlands. Grænir orkugarðar skapa tækifæri – það er okkar að nýta þau Það er ekki tilviljun að Fjarðabyggð sé einn af þeim kostum sem horft er til þegar valin er staðsetning fyrir svona verkefni. Horft hefur verið til þess hve öflugir innviðir sveitarfélagsins eru, hvort sem horft er til hafnarmannvirkja, vatnsveitu eða annarra þátta. Þá býr samfélagið okkar vel að því að íbúar eru vanir að takast á við verkefni af slíkri stærðargráðu. Við höfum gert það áður og gerðum það vel. Fjarðabyggð býr vel því til staðar eru í sveitarfélaginu fjöldi öfluga og framsækinna fyrirtækja sem standa nú frammi fyrir því verkefni sem orkuskipti eru. Að undanförnu hefur átt sér stað samtal við mörg af stærstu fyrirtækjum á svæðinu og þeim kynntir þeir möguleikar sem í því felast að í Fjarðabyggð byggist upp grænn orkugarður. Ég hef fulla trú á að Fjarðabyggð eigi góða möguleika á að verða í fremstu röð þeirra staða þar sem framleiðsla og notkun á grænum orkugjöfum fer fram. Það rennir enn frekari stoðum undir hið öfluga atvinnulíf sem hér er fyrir ásamt því að fjölbreytt störf munu skapast. Á það bæði við um uppbygginguna sem þarf að fara í og þau störf sem til verða við framleiðsluna sjálfa, sem og störf í þeim fyrirtækjum sem geta nýtt sér hliðarafurðirnar. Stefna Fjarðabyggðar er að verða miðstöð framleiðslu grænnrar orku á Íslandi og leggja þannig sitt af mörkum í því risavaxna verkefni sem bíður okkar allra varðandi orkuskipti. Tækifærin fyrir Fjarðabyggð í þessu verkefni eru fjölmörg – við þurfum bara að vera tilbúin að grípa þau þegar þau gefast. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun