„Er misskilningur lygi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2021 12:40 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi og formaður nýsköpunarráðs borgarinnar. Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“ Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“
Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent