Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 14:35 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum. Um síðustu áramót losnuðu samningarnir og hafa flugumferðarstjórar því verið samningslausir í um ellefu mánuði en kjaraviðræður hafa staðið yfir mun lengur. Í síðasta mánuði boðaði Félag flugumferðarstjóra fimm vinnustöðvanir en aðeins kom til einnar þeirra því skriður komst á kjaraviðræðurnar og var hætt við aðgerðirnar „Þetta hefur bara gengið hægt. Við vorum í einni atlögu sem gekk ekki upp sem tók enda fyrir tæpum tveimur vikum. Í þeim fasa aflýstum við fjórum vinnustöðvunum, fórum í þá fyrstu sem við boðuðum af fimm.“ Hann segir markmiðið aldrei að fara í verkfallsaðgerðir og valda tjóni.„Heldur að búa til einhverja pressu sem getur gagnast okkur í viðræðunum.“ Arnar segir að óformlegt samtal hafi átt sér stað í síðustu viku sem hafi skilað litlu sem engu. Hann gerir ráð fyrir að boðað verði til fundar á næstu dögum. Er boðunin á grunni einhvers nýs? Hefur verið lagt fram tilboð eða eitthvað svoleiðis? „Óformleg tilboð af hálfu beggja aðila voru lögð fram í síðustu viku sem náðu ekki saman. En það er ekkert nýtt eins og staðan er í dag.“Hann segist ekki getað útilokað að félagið ráðist í aðgerðir reynist næsti sáttafundur árangurslaus.„Við vorum með fjölmennan félagsfund á þriðjudaginn í síðustu viku og við fengum þar fram ákveðinn vilja félagsmanna, sem við höfum ekki tekið formlega ákvörðun um hvernig við stöndum að en það verður ákveðið vonandi í kjölfar þessa fundar sem verður boðaður núna.“ Þannig að það er mikið undir á þeim fundi? „Já, það er bara mikið undir að fara að klára þessar viðræður, þetta er búið að vera í eitt og hálft ár, það er kominn tími til að klára þetta.“ Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58 Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36 Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03 Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Um síðustu áramót losnuðu samningarnir og hafa flugumferðarstjórar því verið samningslausir í um ellefu mánuði en kjaraviðræður hafa staðið yfir mun lengur. Í síðasta mánuði boðaði Félag flugumferðarstjóra fimm vinnustöðvanir en aðeins kom til einnar þeirra því skriður komst á kjaraviðræðurnar og var hætt við aðgerðirnar „Þetta hefur bara gengið hægt. Við vorum í einni atlögu sem gekk ekki upp sem tók enda fyrir tæpum tveimur vikum. Í þeim fasa aflýstum við fjórum vinnustöðvunum, fórum í þá fyrstu sem við boðuðum af fimm.“ Hann segir markmiðið aldrei að fara í verkfallsaðgerðir og valda tjóni.„Heldur að búa til einhverja pressu sem getur gagnast okkur í viðræðunum.“ Arnar segir að óformlegt samtal hafi átt sér stað í síðustu viku sem hafi skilað litlu sem engu. Hann gerir ráð fyrir að boðað verði til fundar á næstu dögum. Er boðunin á grunni einhvers nýs? Hefur verið lagt fram tilboð eða eitthvað svoleiðis? „Óformleg tilboð af hálfu beggja aðila voru lögð fram í síðustu viku sem náðu ekki saman. En það er ekkert nýtt eins og staðan er í dag.“Hann segist ekki getað útilokað að félagið ráðist í aðgerðir reynist næsti sáttafundur árangurslaus.„Við vorum með fjölmennan félagsfund á þriðjudaginn í síðustu viku og við fengum þar fram ákveðinn vilja félagsmanna, sem við höfum ekki tekið formlega ákvörðun um hvernig við stöndum að en það verður ákveðið vonandi í kjölfar þessa fundar sem verður boðaður núna.“ Þannig að það er mikið undir á þeim fundi? „Já, það er bara mikið undir að fara að klára þessar viðræður, þetta er búið að vera í eitt og hálft ár, það er kominn tími til að klára þetta.“
Verkföll flugumferðarstjóra Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58 Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36 Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03 Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 8. nóvember 2025 23:58
Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Ráðherra samgöngumála í Bandaríkjunum, Sean Duffy, varar við því að frá og með morgundeginum gæti komið til þess að draga þurfi úr fjölda þeirra flugferða sem farnar eru frá fjörutíu stórum flugvöllum í Bandaríkjunum svo nemur tíu prósentum. 6. nóvember 2025 07:36
Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara var slitið á þriðja tímanum í gær án árangurs. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar. 30. október 2025 10:03
Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Flugumferðarstjórar hafa aflýst fyrirhuguðum vinnustöðvunum á morgun og laugardag. Fundi þeirra með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins var slitið um klukkan 22:20 í kvöld og nýr boðaður í fyrramálið. 23. október 2025 22:33