Eflum riðurannsóknir – höfnum hamfaraniðurskurði Erna Bjarnadóttir skrifar 23. september 2021 22:00 Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði bárust þær hörmulegu fréttir að riða hefði greinst á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Því verður skorið þar niður um 1.500 fjár á þeim vikum sem í hönd fara. Þetta er ábúendum mikið áfall eins og öðrum sem hafa mátt glíma við slíkt hlutskipti. Bændur eru í tilfellum sem þessum neyddir til að ganga til samninga við ráðuneytið um niðurskurð á bústofni sínum og um hefðbundið ferli varðandi hreinsunarstarf og úttektir. Þetta þarf að gera til að bændur eigi rétt á bótum til að koma sér upp nýjum bústofni. Um þetta er ekkert val þrátt fyrir að bæturnar eins og þær eru ákveðnar með gildandi reglugerð séu mjög ósanngjarnar. Fjárhagslegt tjón bænda er oft gríðarlegt í tilfellum sem þessum. Þetta hefur lengi verið óbreytt og algerlega óásættanlegt er að bændur þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að gæta hagsmuna sinna. Enginn lærdómur hefur verið dreginn af fyrri reynslu og ráðherrar látið undir höfuð leggjast að taka á málinu. Á forsíðu Bændablaðsins í dag kveður svo við nokkuð harðan tón þar sem Halldór Runólfsson, fyrrverandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til að ráðist verði í víðtækan niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi. Tillögur sem þessar eru með öllu ótækar eins og málum er nú háttað. Á því svæði sem um ræðir eru líklega 15-20% af fjárstofni landsmanna eða 60-70 þúsund kindur. Verði slík hugmyndafræði að veruleika yrði væntanlega einnig ráðist í niðurskurð í Tröllaskagahólfi frá Héraðsvötnum að Eyjafjarðará. Slíkt gæti valdið stórfelldri röskun á sauðfjárrækt í núverandi mynd. Vitað er að riða getur vel komið upp aftur eftir niðurskurð og hreinsun, jafnvel á búum sem skara fram úr í hreinlæti og snyrtimennsku. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa hugmyndum eins og þessum. Um er að ræða lífsafkomu hundruða manna, tilfinningalegt og fjárhagslegt tjón væri gríðarlegt fyrir utan kostnað ríkissjóðs. Bændur hafa glímt við þennan erfiða vágest árum saman. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld heykst við að leggja fjármagn í rannsóknir á riðu. Það hefur ekki verið gert svo neinu nemur í tugi ára. Líklega eru framsæknustu rannsóknirnar í dag gerðar undir forystu bónda á Skagaheiðinni í samvinnu við þýska vísindamenn. Miklar framfarir eru í erfðarannsóknum og hafa fundist erfðavísar sem líklega veita þol gegn riðu í íslenskum kindum. Þá þarf að vinna þarf betur úr faraldsfræðilegum gögnum sem eru til staðar eftir niðurskurð þar sem riða hefur greinst á árum áður. Stjórnvöld eiga í fyrsta lagi að tryggja að bændur sem þurfa að takast á við þetta erfiða verkefni fái fullar bætur fyrir. Jafnframt á að efla rannsóknir á riðu og leit að gripum með arfgerð sem er þolin gagnvart sjúkdómnum. Nútíma erfðatækni býður þar upp á áður óþekkta möguleika. Höfnum strax hugmyndum sem myndu í raun geta orðið banabiti sauðfjárræktar eins og við þekkjum hana í dag því hér er um svo sterkt svæði í búgreininni að ræða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun