Eitt samfélag eða tvö? Sabine Leskopf skrifar 22. september 2021 13:47 Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi. Það segir okkur svo margt. Það segir okkur að á Íslandi ríkir þjóðarsátt um samfélag með mannréttindi að leiðarljósi. Úr baráttu fyrir t.d. réttindum kvenna eða hinsegin fólks þá vitum við að jöfnuður og stuðningur við mannréttindi almennt er grundvöllur lýðræðis og velgengni í samfélaginu öllu. En við eigum enn eftir að læra betur hvernig nákvæmlega það sama á við um málefni innflytjenda. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka fór Sjálfstæðisflokkurinn með völdin í dómsmálaráðuneytinu og Framsókn í félags- og barnamálaráðuneytinu. Kjörtímabilið einkenndist af mannúðarleysi hins vegar og aðgerðarleysi annars vegar. Íslensku þjóðinni ofbauð oftar en einu sinni hvernig fjölskyldur með lítil börn eða ófrískar konur voru sendar úr landi, jafnvel gegn gildandi lagavernd fyrir þau. Nýjasta dæmi um óstjórn og hörku í þessum málaflokki er þegar dómsmálaráðherra skipaði staðgengil forstjóra og lengi starfandi forstjóra Útlendingastofnunar sem formann Kærunefndar útlendingamála. Nefnd sem á að vera eina von þeirra sem telja sig ekki hafa fengið lögmæta og sanngjarna meðferð hjá Útlendingastofnun verður stjórnað af manni sem bar ábyrgð á nákvæmlega þessari meðferð. Og hvað gerði félags- og barnamálaráðherra þegar minnsti mögulega gluggi var til að bjarga lífi ættingjum íslenskra ríkisborgara í Afganistan eða kvenna sem hafa í gegnum samstarf við Ísland lagt sitt að mörkum í kvennabaráttu þar og óttast nú um líf sitt? Hann setti málið í nefnd sem komst ekki að niðurstöðu fyrr en allar útgönguleiðir úr brennandi húsi voru að lokast. Allan þennan tíma var samt ekki tími að heyra í þeim sveitarfélögum sem gætu tekið á móti þessum fjölda. Sem varð reyndar aldrei neinn fjöldi. Af þeim 120 flóttamönnum sem átti að taka á móti tókst að ná í 30 úr bráðri lífshættu. Í skúffu ráðherrans liggur svo fullunnin framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda en gamla áætlunin rann út í fyrra. Ekkert bólar á henni þó að tækifærin að leggja hana fyrir þingið hafi verið til staðar. Framkvæmdaáætlun þessi, sem unnin var í góðu samráði við mjög marga hagaðila, snertir líf þeirra 50.000 innflytjenda sem hér búa. Engar af þessum fjölmörgum aðgerðum voru sem sagt samþykktar; til að stuðla að því að innflytjendur læri íslensku, til að verða hluti af samfélaginu eða fái að njóta menntunar sinnar til góðs. Árið 2020 var samþykkt þingsályktunartillaga frá Guðjóni Brjánssýni, þingmanni Samfylkingarinnar, um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en svo hefur ekki heyrst meir. Samfylkingin leggur hins vegar til skýrar aðgerðir og hefur verið með forystu í þessum málaflokki lengi og talað m.a. fyrir eftirfarandi áherslum: Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Íslenskukennsla þarf að vera ódýr eða gjaldfrjáls, aðgengileg og fjölbreytt og þarf að henta vinnandi fólki. Nemendur með annað móðurmál þurfa að fá fyrsta flokks íslenskukennslu og aukna aðstoð við móðurmálsnám en þar hefur Reykjavíkurborg undir forystu Samfylkingarinnar lengi dregið vagninn, nú síðast með 143 milljónum króna til viðbótar til málaflokksins. Tryggja fólki af erlendum uppruna með háskólamenntun að fá menntun sína metna á Íslandi og vinna gegn því að nemendur með annað móðurmál en íslensku fái ekki aðgang að háskólamenntun hér til jafns við aðra. Einnig má hér nefna að Samfylkingin styður fjölbreyttara atvinnulíf en hefur verið hér á landi þar sem fjöldi innflytjenda vinna í atvinnugreinum með lág laun og engin tengsl við íslenskt samfélag og er það mjög varhugaverð þróun. Í núverandi atvinnulífi haldast innflytjendur nefnilega aðallega í þeim láglaunastörfum sem viðkvæmust eru fyrir sveiflum eins og sjá mátti skýrt núna í covidinu með öllum þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér. Að halda áfram án breytinga þýðir að skipta samfélaginu í tvennt, þar sem einn hópur fær að njóta einhverja mestu lífsgæða sem finnast og annan hóp sem er að festast í tilveru með takmörkuðum tækifærum fyrir sig og komandi kynslóðir. Ef innflytjendur fá ekki tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, að komast áfram á sínum starfsferli, að læra íslensku og geta stutt börnin sín að njóta sín til fulls, þá tapa allir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Fjölmenningarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Innflytjendamál Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Málefni innflytjenda hafa ekki farið hátt í þessari kosningarbaráttu. Þó að úr röðum Miðflokksins heyrist sérkennilegar skoðanir um innflytjendamál, hvaða innflytjendur eru góðir og hvaða ekki -kunnuglegur hræðsluáróður um árekstra ólíka menningarheima - þá hefur þjóðernispopúlismi eða hreinn og beinn rasismi blessunarlega aldrei borið árangur í þingkosningum á Íslandi. Það segir okkur svo margt. Það segir okkur að á Íslandi ríkir þjóðarsátt um samfélag með mannréttindi að leiðarljósi. Úr baráttu fyrir t.d. réttindum kvenna eða hinsegin fólks þá vitum við að jöfnuður og stuðningur við mannréttindi almennt er grundvöllur lýðræðis og velgengni í samfélaginu öllu. En við eigum enn eftir að læra betur hvernig nákvæmlega það sama á við um málefni innflytjenda. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka fór Sjálfstæðisflokkurinn með völdin í dómsmálaráðuneytinu og Framsókn í félags- og barnamálaráðuneytinu. Kjörtímabilið einkenndist af mannúðarleysi hins vegar og aðgerðarleysi annars vegar. Íslensku þjóðinni ofbauð oftar en einu sinni hvernig fjölskyldur með lítil börn eða ófrískar konur voru sendar úr landi, jafnvel gegn gildandi lagavernd fyrir þau. Nýjasta dæmi um óstjórn og hörku í þessum málaflokki er þegar dómsmálaráðherra skipaði staðgengil forstjóra og lengi starfandi forstjóra Útlendingastofnunar sem formann Kærunefndar útlendingamála. Nefnd sem á að vera eina von þeirra sem telja sig ekki hafa fengið lögmæta og sanngjarna meðferð hjá Útlendingastofnun verður stjórnað af manni sem bar ábyrgð á nákvæmlega þessari meðferð. Og hvað gerði félags- og barnamálaráðherra þegar minnsti mögulega gluggi var til að bjarga lífi ættingjum íslenskra ríkisborgara í Afganistan eða kvenna sem hafa í gegnum samstarf við Ísland lagt sitt að mörkum í kvennabaráttu þar og óttast nú um líf sitt? Hann setti málið í nefnd sem komst ekki að niðurstöðu fyrr en allar útgönguleiðir úr brennandi húsi voru að lokast. Allan þennan tíma var samt ekki tími að heyra í þeim sveitarfélögum sem gætu tekið á móti þessum fjölda. Sem varð reyndar aldrei neinn fjöldi. Af þeim 120 flóttamönnum sem átti að taka á móti tókst að ná í 30 úr bráðri lífshættu. Í skúffu ráðherrans liggur svo fullunnin framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda en gamla áætlunin rann út í fyrra. Ekkert bólar á henni þó að tækifærin að leggja hana fyrir þingið hafi verið til staðar. Framkvæmdaáætlun þessi, sem unnin var í góðu samráði við mjög marga hagaðila, snertir líf þeirra 50.000 innflytjenda sem hér búa. Engar af þessum fjölmörgum aðgerðum voru sem sagt samþykktar; til að stuðla að því að innflytjendur læri íslensku, til að verða hluti af samfélaginu eða fái að njóta menntunar sinnar til góðs. Árið 2020 var samþykkt þingsályktunartillaga frá Guðjóni Brjánssýni, þingmanni Samfylkingarinnar, um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í samfélaginu en svo hefur ekki heyrst meir. Samfylkingin leggur hins vegar til skýrar aðgerðir og hefur verið með forystu í þessum málaflokki lengi og talað m.a. fyrir eftirfarandi áherslum: Tungumálið er lykillinn að samfélaginu. Íslenskukennsla þarf að vera ódýr eða gjaldfrjáls, aðgengileg og fjölbreytt og þarf að henta vinnandi fólki. Nemendur með annað móðurmál þurfa að fá fyrsta flokks íslenskukennslu og aukna aðstoð við móðurmálsnám en þar hefur Reykjavíkurborg undir forystu Samfylkingarinnar lengi dregið vagninn, nú síðast með 143 milljónum króna til viðbótar til málaflokksins. Tryggja fólki af erlendum uppruna með háskólamenntun að fá menntun sína metna á Íslandi og vinna gegn því að nemendur með annað móðurmál en íslensku fái ekki aðgang að háskólamenntun hér til jafns við aðra. Einnig má hér nefna að Samfylkingin styður fjölbreyttara atvinnulíf en hefur verið hér á landi þar sem fjöldi innflytjenda vinna í atvinnugreinum með lág laun og engin tengsl við íslenskt samfélag og er það mjög varhugaverð þróun. Í núverandi atvinnulífi haldast innflytjendur nefnilega aðallega í þeim láglaunastörfum sem viðkvæmust eru fyrir sveiflum eins og sjá mátti skýrt núna í covidinu með öllum þeim afleiðingum sem það hefur í för með sér. Að halda áfram án breytinga þýðir að skipta samfélaginu í tvennt, þar sem einn hópur fær að njóta einhverja mestu lífsgæða sem finnast og annan hóp sem er að festast í tilveru með takmörkuðum tækifærum fyrir sig og komandi kynslóðir. Ef innflytjendur fá ekki tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu, að komast áfram á sínum starfsferli, að læra íslensku og geta stutt börnin sín að njóta sín til fulls, þá tapa allir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður Fjölmenningarráðs.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar