Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2021 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir. mynd/kvan.is „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“ KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06
Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00