Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2021 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir. mynd/kvan.is „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“ KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Guðni Bergsson lét af störfum á dögunum og stjórn KSÍ fylgdi í kjölfarið. Því þurfti að blása til aukaþings sem fer fram þann 2. október næstkomandi. Þar verður kosinn nýr formaður sem og ný stjórn. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og held að þetta sé skemmtilegt. Ég brenn fyrir fótbolta.“ Þurfum alvöru breytingar Formannsframbjóðandinn Vanda segist hafa margar hugmyndir að því sem megi gera betur hjá Knattspyrnusambandinu og gerir sér grein fyrir því að þar á bæ þurfi fólk að endurvinna traust almennings. „Núna er aðeins kjörinn formaður og stjórn til bráðabirgða og þau hafa takmörkuð völd til breytinga. Ég er samt með alls konar hugmyndir. Ég er mikil jafnréttiskona. Þar hefur margt verið vel gert en mér finnst við geta gert betur þar bæði hjá KSÍ og félögunum. Við þurfum að taka á þeim málum sem hafa komið upp. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Að koma með alvöru breytingar. „Það kom yfirlýsing frá KSÍ í gær að hlutirnir væru farnir af stað en það vita allir að það þarf að endurvinna traust og ég til mig mjög góða í að leiða það. Annars er þessi ákvörðun nýtilkomin hjá mér og ég mun koma með skýrari aðgerðaráætlun síðar,“ segir Vanda og bætir við að hún sé ekki bara að bjóða sig fram til bráðabirgðaformanns heldur vilji hún stýra KSÍ-skútunni til lengri tíma. Finnst Vöndu að miðað við allt sem hefur gengið á síðustu vikur skipta máli hvort næsti formaður sé karl eða kona? Kominn tími á konu „Það er góð spurning. Venjulega er maður þar að sá hæfasti sé kosinn en stundum eru glerþök. Ég hef rekist á nokkur slík í gegnum tíðina þar sem við konurnar komumst ekki ofar þó svo við séum með hæfnina,“ segir Vanda og bætir við. „Ef þú myndir skella upp myndum af öllum formönnum KSÍ þá sérðu bara karla. Mér finnst að það sé kominn tími til að kona verði formaður. En það þarf að sjálfsögðu að vera hæf kona. Ég vil ekki vera kosin bara af því ég er kona. Ég held að það yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu í formanninn.“
KSÍ Tengdar fréttir Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Vanda býður sig fram til formanns KSÍ Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við mennta-vísindasvið Háskóla Íslands og knattspyrnuþjálfari, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hún greinir frá ákvörðun sinni á Facebook. 22. september 2021 10:13
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06
Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá. 21. september 2021 19:00