Þjóðarhöllin rísi Ásmundur Einar Daðason, Lilja D. Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson skrifa 22. september 2021 11:31 Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Reykjavík Ásmundur Einar Daðason Lilja Alfreðsdóttir Willum Þór Þórsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Laugardalurinn hefur um áratugaskeið verið vettvangur margra stærstu sigra í íslenskri íþróttasögu, hvort sem þeir hafa unnist í Laugardalshöllinni eða á -vellinum. Aðstaðan í Laugardalnum er hins vegar löngu úr sér gengin og landsleikir í handbolta eða körfubolta þurfa sérstakar undanþágur alþjóðasambanda, því Laugardalshöllin uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur. Þar er gólfflötur of lítill, rými fyrir áhorfendur og íþróttafólk of smátt og aukarými fyrir ýmsa þjónustu ekki til staðar. Uppbygging á bæði nýrri höll og velli hefur verið til umræðu í fjölda ára, en erfitt hefur reynst að koma málinu af umræðustigi milli ríkis og borgar. Nú horfir hins vegar til betri vegar, því loksins liggur fyrir tillaga með vandaðri þarfagreiningu og mati á bæði stofn- og rekstrarkostnaði vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir inniíþróttir. Heiðurinn af þeirri tillögu á starfshópur sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði, með fulltrúm margra af helstu hagaðilum. Hús sem iðar af lífi Tæknilega er hægt að ráðast í breytingar á fyrirliggjandi húsnæði fyrir einstaka viðburði til að uppfylla kröfur, en slíkt er mjög kostnaðarsamt og getur ekki talist framtíðarlausn í neinu tilliti. Það blasir því við hver næstu skref eiga að vera; að hefjast handa við byggingu á nýrri þjóðarhöll sem uppfyllir alþjóðlegar kröfur! Slík þjóðarhöll þarf að standa undir nafni og iða af lífi, frá morgni til kvölds. Við sjáum fyrir okkur fjölnotahús, sem gæti hýst stóra tónlistar- og menningarviðburði, rafíþróttamót, margvíslega æskulýðsstarfsemi og verið þungamiðjan í lýðheilsustarfi landans. Hún á að vera miðpunkturinn í íþróttastarfi þjóðarinnar, reglulegur áfangastaður fjölskyldna og íþróttafólks og laða til sín unga sem aldna. Hún ætti jafnframt að samnýtast með nýjum útileikvangi, en áætlanir um byggingu knattspyrnuleikvangs eru líka langt á veg komnar. Tíminn er núna Starfshópurinn leggur til tvo kosti; annars vegar hús fyrir 5000 áhorfendur og hins vegar hús fyrir 8600 áhorfendur. Grunnur að rekstraráætlun fyrir báða kostina liggur fyrir og ekkert því til fyrirstöðu að taka stökkið, enda er tími innviðafjárfestinga runninn upp. Eftir mikla yfirlegu er lagt til að Þjóðarhöllin rísi í Laugardalnum í Reykjavík þar sem fyrir er miðstöð íslensks íþróttalífs og samgöngur góðar. Framundan er að tryggja fjármögnun, ráðast í hönnun og grípa skófluna og byggja framtíðarleikvanga fyrir landslið Íslendinga. Ef við ætlum áfram að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsvísu verðum við að bæta úr aðstöðumálum, annars er raunveruleg hætta á að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum. Nú er komið að því að bretta upp ermarnar og klára þetta mál sem hefur allt of lengi fengið að mara í hálfu kafi. Við Íslendingar höfum átt okkur þann draum um áratugaskeið að byggja þjóðarleikvanga fyrir íþróttastarf í landinu. Nú er stór hluti undirbúningsvinnunnar kominn vel á veg og hægt er að taka næstu skref. Alþjóðasambönd hafa þegar gefið okkur gula spjaldið vegna aðstöðuleysis, og ef ekkert verður að gert gæti það rauða fylgt í kjölfarið. Tryggjum að svo verði ekki. Höfundar eru frambjóðendur Framsóknarflokksins.
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar