Börn fatlaðs fólks skilin eftir og ráðherra þorir ekki í Kastljós Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 15. september 2021 12:45 Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Ástandið bitnar ekki síst á börnum sem eiga fatlaða foreldra. Fjögur af hverjum tíu með fötlun eiga ekki fyrir nauðsynlegum fatnaði á börnin sín, þriðjungur getur ekki keypt nógu næringarríkan mat handa börnunum og þrjú af hverjum tíu hafa ekki efni á skipulögðum tómstundum. Þetta eru sláandi niðurstöður og áfellisdómur yfir þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum sem hafa farið með málefni barna og málefni öryrkja og fatlaðs fólks undanfarin ár, á kjörtímabili þar sem bilið milli örorkulífeyris og lægstu launa á vinnumarkaði hefur breikkað ár frá ári og frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna staðið í stað. Kannski segir það sitt að Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra treysti sér ekki til að mæta í Kastljós í gær og svara fyrir það sem fram kemur í skýrslunni. Hann veit upp á sig skömmina. Í öllum PR-sirkúsnum í kringum málefni barna er eins og Ásmundur hafi gleymt því að fatlað fólk á líka börn – og það versta sem hægt er að gera þessum börnum er að skilja þau og foreldra þeirra eftir í fátækt. Á næsta kjörtímabili þarf að stöðva kjaragliðnunina og bæta kjör þeirra sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Um þetta verður kosið þann 25. september. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Réttindi barna Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Átta af hverjum tíu manneskjum með fötlun eiga erfitt með að ná endum saman og langflest hafa þurft að neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var unnin fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Ástandið bitnar ekki síst á börnum sem eiga fatlaða foreldra. Fjögur af hverjum tíu með fötlun eiga ekki fyrir nauðsynlegum fatnaði á börnin sín, þriðjungur getur ekki keypt nógu næringarríkan mat handa börnunum og þrjú af hverjum tíu hafa ekki efni á skipulögðum tómstundum. Þetta eru sláandi niðurstöður og áfellisdómur yfir þeim stjórnmálaflokkum og ráðherrum sem hafa farið með málefni barna og málefni öryrkja og fatlaðs fólks undanfarin ár, á kjörtímabili þar sem bilið milli örorkulífeyris og lægstu launa á vinnumarkaði hefur breikkað ár frá ári og frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna staðið í stað. Kannski segir það sitt að Ásmundur Einar félags- og barnamálaráðherra treysti sér ekki til að mæta í Kastljós í gær og svara fyrir það sem fram kemur í skýrslunni. Hann veit upp á sig skömmina. Í öllum PR-sirkúsnum í kringum málefni barna er eins og Ásmundur hafi gleymt því að fatlað fólk á líka börn – og það versta sem hægt er að gera þessum börnum er að skilja þau og foreldra þeirra eftir í fátækt. Á næsta kjörtímabili þarf að stöðva kjaragliðnunina og bæta kjör þeirra sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Um þetta verður kosið þann 25. september. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar