Loftslagið og dreifbýlið Ólafur Halldórsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa 13. september 2021 18:31 Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Landbúnaður Matvælaframleiðsla Stóriðja Samgöngur Umhverfismál Vinstri græn Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það er enginn vafi á því að loftslagsmál og loftslagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans. Núna í ágúst síðastliðnum var ný loftslagsskýrsla Sameinuðu þjóðanna kynnt og þar kom skýrt fram að það þarf að grípa til frekari aðgerða til að stemma stigu við loftslagsvánni og þeirra er þörf strax. Sjálfbærni og náttúruvernd þurfa að vera lykilhugtök til framtíðar. Við höfum frábært tækifæri á Íslandi til að setja gott fordæmi og vera leiðandi í loftslagsmálum, en til þess þarf að bæta ýmislegt. Hvað getum við gert? Við eigum til dæmis langt í land hvað varðar samgöngur á Íslandi og þá sérstaklega á úti á landi. Við verðum að koma á loftslagsvænum samgöngum með endurnýjanlegum orkugjöfum, til þess verður að stuðla að aðgengi að þessum orkugjöfum um allt land. Einnig þarf að samnýta samgöngur mun meira, þar sem vörur og fólk er flutt með sama fararskjóta. Ríkið þarf að stuðla að því að almenningssamgöngur í dreifbýli verði efldar svo að þær verði samkeppnishæfur kostur gagnvart einkabílnum. Það þarf að byggja upp atvinnulífið í sátt við umhverfið og án þess að gengið sé á hagsmuni komandi kynslóða. Það er mikilvægt að náttúran fái alltaf að njóta vafans. Tími uppbyggingar á mengandi stóriðju á Íslandi er liðinn. Við eigum að leggja áherslu á að nýta nýjustu tækni og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og þá spilar aukin fjarvinna og störf án staðsetningar líka stóran hlut. Einnig eru mikil tækifæri í endurheimt votlendis í kjördæminu, en bæði tún og óræktuð svæði eru víða ekki í notkun við landbúnað og matvælaframleiðslu. Þar má sums staðar fylla upp í skurðina. Við þurfum að aðstoða og hvetja bændur með frekari styrkjum til að endurheimta votlendi og þar með binda kolefni. Þetta eru nokkur mál sem við teljum að séu mikilvæg til endurbóta baráttunni gegn loftslagsvánni en þetta eru þó langt því frá einu málin. Á kjörtímabilinu hafa verið tekin stór skref í átt að umhverfisvænna samfélagi undir forystu Vinstri Grænna. Fyrsta fjármagnaða aðgerðaráætlunin gegn loftslagsvánni var sett fram sem leiddi til þess að framlög til loftslagsmála jukust um 736%, svartolía var bönnuð innan landhelgi Íslands, dregið var verulega úr plastnotkun, stórátak varð í friðlýsingum, markmið um kolefnishlutleysi árið 2040 var lögfest, loftslagsráð var stofnað og svona mætti lengi telja. Baráttunni er þó ekki lokið, hún er bara rétt að byrja og við þurfum að hafa hraðar hendur og ráðast í ennþá róttækari aðgerðir. Með árangur stjórnvalda á kjörtímabilinu í huga ásamt góðri einkunn Ungra umhverfissinna fyrir stefnu flokksins í umhverfismálum er full ljóst hvaða flokkur mun vinna áfram að þessum málum af krafti og er tilbúinn að gera það sem þarf. Það er flokkurinn sem hefur frá upphafi sett loftslagsmálin í forgang, Vinstrihreyfingin grænt framboð. Það skiptir máli hver stjórnar. Ólafur og Dagrún ósk skipa 8. sæti og 9. sæti fyrir Vinstri græn Norðvesturkjördæmi.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun