Sólin gæti sest á forsætisráðherratíð Solberg Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2021 15:25 Erna Solberg greiddi atkvæði í Björgvin, heimabæ sínum í dag. Hún hefur verið forsætisráðherra í átta ár. Vísir/EPA Skoðanakannanir benda til þess að dagar Ernu Solberg sem forsætisráðherra Noregs gætu verið taldir. Norðmenn gengu að kjörborðinu í dag en loftslagsbreytingar og ójöfnuður í samfélaginu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni. Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Solberg og Íhaldsflokkur hennar hefur stýrt ríkisstjórnum í Noregi undanfarin átta ár. Nú benda skoðakannanir til þess að stjórnarandstaðan hafi sigur í þingkosningunum sem fara fram í dag. Búist er við fyrstu tölum klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Talið er að endanleg úrslit gætu legið fyrir óvenjusnemma í ár þar sem metaðsókn var í utankjörfundaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkur Jonasar Gahr Støre stefnir í að verða stærsti flokkurinn eftir kosningar en hann þyrfti að mynda ríkisstjórn með að minnsta kosti tveimur öðrum flokkum til að hafa meirihluta á þingi. Gahr Støre vonast til þess að Verkamannaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri sósíalistar nái nægum þingstyrk til að mynda stjórn saman. Ekki er víst að honum verði að þeirri ósk sinni og gæti slík stjórn þurft að reiða sig á stuðning Rauða flokksins, flokks róttækra marxista, eða Græningja sem vilja hætta allri olíuframleiðslu fyrir árið 2035. Nú er útlit fyrir að svonefnd rauða blokkin í Noregi nái hundrað þingsætum en bláa blokkin 69 samkvæmt meðaltali skoðanakannana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Solberg og leiðtogi Verkamannaflokksins hafa átt í Støre-keppni í kosningabaráttunni.Vísir/EPA Deilt um framtíð olíuiðnaðarins Bæði Gahr Støre og Solberg vilja færa sig hægt frá olíu- og gasvinnslu sem Norðmenn hafa auðgast gífurlega á. Þau vilja gefa olíufyrirtækjum ráðrúm til þess að færa sig hægt og bítandi yfir í endurnýjanlega orkugjafa eins og beislun vindorku undan ströndum Noregs. „Ég tel að það sé röng iðnaðarstefna og loftslagsstefna að binda enda á olíu- og gasiðnaðinn okkar,“ sagði Gahr Støre þegar hann greiddi atkvæði í gær. Minni og róttækari flokkar hafa sótt fast að þeim Solberg í kosningabaráttunni og krefjast harðari aðgerða. Jarðefnaeldsneyti er 40% af öllum útflutningi Norðmanna og um fimm prósent landsmanna starfa við iðnaðinn, að sögn AP-fréttastofunnar. „Okkar krafa er að hætt verði að leita að olíu og gasi og að hætt verði að deila út nýjum leyfum til fyrirtækja,“ segir Lars Haltbrekken, talsmaður Vinstri sósíalista í loftslags- og orkumálum. Því hafnar Tina Brau, olíu- og orkumálaráðherra. Hún telur óhugsandi að Noregur gæti lagt niður stærsta iðnað sinn. Líkt og norski olíuiðnaðurinn ber hún fyrir sig að framleiðslan í Noregi sé umhverfisvænni en annars staðar. Það kæmi því verr út fyrir loftslagið ef olíuframleiðsla færðist frá Noregi. Greining sérfræðinga sem birt var í síðustu viku bendir til þess að menn þurfi að skilja 60% af öllum þekktum olíuforða heimsins eftir í jörðinni ætli þeir sér að eiga raunhæfan möguleika á að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5°C, metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins.
Noregur Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira