Arion mátti krefjast fjárnáms hjá forstjóra United Silicon Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2021 18:47 Magnús Ólafur Garðarsson daginn sem fyrsta skóflustungan var tekin að verksmiðju United Silicon í Helguvík 27. ágúst 2014. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Héraðsdómur Reykjavíkur gaf Arion banka grænt ljóst á að krefjast fjárnáms í fasteign Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon, í mars. Bankinn hefur freistað þess að fá greidda skuld félags í meirihlutaeigu Magnúsar upp á tæpar fimm milljónir króna. Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað. Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Sjá meira
Málaferlin vörðuðu einbýlihús við Huldubraut á Kársnesi í Kópavogi sem Magnús lagði að veði til að tryggja skuldir félagsins Tomahawk Development á Íslandi (TDÍ) sem hann átti meirihluta í. Félagið var stofnað í tengslum við uppbyggingu kísilvers United Silicon í Helguvík. Kísilverið fór veg allar veraldar og sat Arion banki eftir með milljarða tap vegna þess. Magnús hefur verið sakaður um milljarða fjársvik. Dómur í máli TDÍ féll í mars en hann var fyrst birtur í dag. Bú TDÍ var tekið til gjaldþrotaskipta í febrúar árið 2019 og Arion lýsti yfir kröfu mánuði síðar. Engar eignir fundust í búinu upp í kröfur sem námu í heildina meira en 105,7 milljónum króna, að því er segir í dóminum. Magnús hélt því fram að Arion hefði sýnt af sér tómlæti við innheimtu lánsins og vísaði til þess að eitt og hálft ár hefði liðið frá því að lánið féll á gjalddaga þar til bankinn reyndi að innheimta það. Þá vildi hann meina að þegar hann greiddi rúmar 1,4 milljónir króna inn á lánið í maí árið 2017 hafi hann rætt við útibússtjóra Arion um að tryggingarbréfi yrði aflýst. Einnig taldi Magnús ósannað að ekkert fengist greitt upp í almennar kröfur í þrotabú TDÍ. Á þetta féllst héraðsdómur ekki. Bankinn hefði reynt að innheimta lánið, án árangurs. Krafa bankans fyrnist heldur ekki, jafnvel þó að hann hefði sýnt af sér tómlæti um að ganga á eftir kröfunni í veðið. Komst dómurinn því að þeirri niðurstöðu að Arion væri heimilt að krefjast fjárnáms í eign Magnúsar á grundvelli tryggingarbréfsins sem veitti veðið til þess að fá greidda skuld TDÍ. Auk þess þarf Magnús að greiða Arion banka 900.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál United Silicon Kópavogur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03 Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56 730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28 Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05 Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Sjá meira
Synjað um endurupptöku á skaðabótamáli United Silicon Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, á máli þar sem hann er sagður hafa verið dæmdur til að greiða þrotabúi kísilversins 1,2 milljarða króna í bætur. 9. júlí 2020 21:03
Arion gerir sátt og greiðir 21 milljón í sekt Arion banki og Fjármálaeftirlitið hafa gert samkomulag um að ljúka máli varðandi fjármögnun kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík. 17. desember 2019 15:56
730 milljóna króna gjaldþrot félags stofnað í kringum kísilverksmiðjuna í Helguvík Engar eignir fundust í þrotabúi Kísils III sem úrskurðað var gjaldþrota í september síðastliðnum. Lýstar kröfur í búið námu 731 milljón króna. 17. desember 2019 15:28
Ekki króna fannst upp í 600 milljóna gjaldþrot fyrirtækis Magnúsar Engar eignir fundust upp í 628 milljóna króna kröfur í þrotabú félags í eigu Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra United Silicon. Félagið Brimstone ehf. var úrskurðað gjaldþrota í maí á þessu ári og lauk skiptum þann 4. desember. 16. desember 2019 11:05