Loftslagsmál: Hvers vegna að kjósa Vinstri græn? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 8. september 2021 07:01 Í fyrsta skipti í stjórnmálasögunni verða loftslagsmál eitt aðal kosningamálið. Ég hef fylgst með og tekið þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál í yfir 20 ár, en framan af því tímabili leið mér oft eins og ég væri að berja höfðinu við stein. Þetta hefur breyst, sérstaklega eftir að ungt fólk með vísindin að vopni hefur krafist þess að þetta stærsta velferðar-, efnahags- og friðarmál samtímans fái þá athygli sem það á skilið. Umhverfisverndarhreyfingin og loftslagsverkföllin eiga stórt hrós skilið. Það er árangur út af fyrir sig að breyta umræðunni og færa hina pólitísku línu. VG fær háa einkunn í síðustu viku kynntu Ungir umhverfissinnar Sólina, einkunnir fyrir stefnur stjórnmálaflokkana í loftslagsmálum, náttúruvernd og hringrásarhagkerfi. Niðurstöðurnar sýndu að mismikil innistæða er fyrir digurbarkalegu tali um loftslags- og umhverfismál. Við Vinstri græn fengum hins vegar næsthæstu einkunn allra flokka, 80,3 stig af 100, en einungis munaði 0,9 stigum á okkur og þeim sem skoraði hæst. Þessi niðurstaða sýnir að okkur er alvara og undirstrikar metnaðarfulla og róttæka stefnu okkar. VG hefur haldið loftslagsmálum á lofti frá 1999 Við Vinstri græn höfum ekki bara staðið loftslagsvaktina frá stofnun hreyfingarinnar árið 1999, heldur látið verkin tala og komið loftslagsstefnu okkar til framkvæmda þegar við höfum stýrt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fyrstu loftslagslögin voru samþykkt í tíð Svandísar Svavarsdóttur og aðgerðaáætlun sett fram, þar sem meðal annars voru teknar upp skattaívilnanir vegna orkuskipta. VG hefur snúið blaðinu við í loftslagsmálum á kjörtímabilinu Á þessu kjörtímabili höfum við svo snúið blaðinu algjörlega við í loftslagsmálum eftir nokkurra ára pólitískan doða, aukið bein framlög til málaflokksins um meira en 700%, ráðist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunarinnar í loftslagsmálum og stóraukið landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Við höfum klárað fyrstu stefnu Íslands um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum, lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 og sett fram ný og efld landsmarkmið um samdrátt í losun. Við höfum stóreflt rannsóknir, vöktun, nýsköpun og stjórnsýslu loftslagsmála. En það mikilvægasta er að við erum farin að sjá árangur því losun hefur dregist saman tvö ár í röð, en í fyrra gætir auðvitað líka áhrifa kórónaveirufaraldursins. VG boðar meiri metnað og frekari aðgerðir Við erum hins vegar hvergi nærri komin í höfn, og það eru risavaxin verkefni fram undan, þar sem vísindin þurfa ávallt að vera leiðarljós okkar við ákvarðanatöku. Hér eru 10 atriði sem við í VG leggjum áherslu á í loftslagsmálum: að Ísland setji sér sjálfstætt markmið um samdrátt í losun um að minnsta kosti 60% árið 2030, að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í síðasta lagi árið 2045, banna olíuleit og olíuvinnslu við Ísland, auka möguleika fólks á að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur, meðal annars út frá hugmyndinni um 15 mínútna hverfið, tryggja orkuskipti í sjávarútvegi, landbúnaði, byggingariðnaði, almenningssamgöngum, þungaflutningum og ferðaþjónustu, án þess að gefa afslátt af náttúruvernd – og það er vel hægt, halda áfram að styðja myndarlega við nýsköpun og rannsóknir, tryggja sjálfbæra nýtingu lands og draga úr losun frá landnýtingu, auka kolefnisbindingu með endurheimt gróðurs og jarðvegs, í bergi eða öðrum jarðlögum, efla hringrásarhagkerfið og fjölga grænum störfum, efla grænar fjárfestingar og loftslagsvæna nýsköpun og skoða að lögfesta skyldur á lífeyrissjóði og fjármálastofnanir í þeim tilgangi. VG: Atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum Við stöndum sannarlega frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum en í þeim felast líka tækifæri fyrir samfélagið. Við getum tekið höndum saman og skapað okkur sjálfum og framtíðarkynslóðum lífvænlegri heim og að því mun VG áfram vinna af kappi. Hér skiptir lykilmáli að tryggja jöfnuð í loftslagsaðgerðum þannig að umskipti yfir í grænt hagkerfi verði réttlátt og skilji ekkert okkar eftir. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum. Það skiptir máli hver stjórna. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra og leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun: Kosningar 2021 Loftslagsmál Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti í stjórnmálasögunni verða loftslagsmál eitt aðal kosningamálið. Ég hef fylgst með og tekið þátt í opinberri umræðu um loftslagsmál í yfir 20 ár, en framan af því tímabili leið mér oft eins og ég væri að berja höfðinu við stein. Þetta hefur breyst, sérstaklega eftir að ungt fólk með vísindin að vopni hefur krafist þess að þetta stærsta velferðar-, efnahags- og friðarmál samtímans fái þá athygli sem það á skilið. Umhverfisverndarhreyfingin og loftslagsverkföllin eiga stórt hrós skilið. Það er árangur út af fyrir sig að breyta umræðunni og færa hina pólitísku línu. VG fær háa einkunn í síðustu viku kynntu Ungir umhverfissinnar Sólina, einkunnir fyrir stefnur stjórnmálaflokkana í loftslagsmálum, náttúruvernd og hringrásarhagkerfi. Niðurstöðurnar sýndu að mismikil innistæða er fyrir digurbarkalegu tali um loftslags- og umhverfismál. Við Vinstri græn fengum hins vegar næsthæstu einkunn allra flokka, 80,3 stig af 100, en einungis munaði 0,9 stigum á okkur og þeim sem skoraði hæst. Þessi niðurstaða sýnir að okkur er alvara og undirstrikar metnaðarfulla og róttæka stefnu okkar. VG hefur haldið loftslagsmálum á lofti frá 1999 Við Vinstri græn höfum ekki bara staðið loftslagsvaktina frá stofnun hreyfingarinnar árið 1999, heldur látið verkin tala og komið loftslagsstefnu okkar til framkvæmda þegar við höfum stýrt umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Fyrstu loftslagslögin voru samþykkt í tíð Svandísar Svavarsdóttur og aðgerðaáætlun sett fram, þar sem meðal annars voru teknar upp skattaívilnanir vegna orkuskipta. VG hefur snúið blaðinu við í loftslagsmálum á kjörtímabilinu Á þessu kjörtímabili höfum við svo snúið blaðinu algjörlega við í loftslagsmálum eftir nokkurra ára pólitískan doða, aukið bein framlög til málaflokksins um meira en 700%, ráðist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunarinnar í loftslagsmálum og stóraukið landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Við höfum klárað fyrstu stefnu Íslands um aðlögun samfélagsins að loftslagsbreytingum, lögfest markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en árið 2040 og sett fram ný og efld landsmarkmið um samdrátt í losun. Við höfum stóreflt rannsóknir, vöktun, nýsköpun og stjórnsýslu loftslagsmála. En það mikilvægasta er að við erum farin að sjá árangur því losun hefur dregist saman tvö ár í röð, en í fyrra gætir auðvitað líka áhrifa kórónaveirufaraldursins. VG boðar meiri metnað og frekari aðgerðir Við erum hins vegar hvergi nærri komin í höfn, og það eru risavaxin verkefni fram undan, þar sem vísindin þurfa ávallt að vera leiðarljós okkar við ákvarðanatöku. Hér eru 10 atriði sem við í VG leggjum áherslu á í loftslagsmálum: að Ísland setji sér sjálfstætt markmið um samdrátt í losun um að minnsta kosti 60% árið 2030, að Ísland nái að verða óháð jarðefnaeldsneyti í síðasta lagi árið 2045, banna olíuleit og olíuvinnslu við Ísland, auka möguleika fólks á að ganga, hjóla og nota almenningssamgöngur, meðal annars út frá hugmyndinni um 15 mínútna hverfið, tryggja orkuskipti í sjávarútvegi, landbúnaði, byggingariðnaði, almenningssamgöngum, þungaflutningum og ferðaþjónustu, án þess að gefa afslátt af náttúruvernd – og það er vel hægt, halda áfram að styðja myndarlega við nýsköpun og rannsóknir, tryggja sjálfbæra nýtingu lands og draga úr losun frá landnýtingu, auka kolefnisbindingu með endurheimt gróðurs og jarðvegs, í bergi eða öðrum jarðlögum, efla hringrásarhagkerfið og fjölga grænum störfum, efla grænar fjárfestingar og loftslagsvæna nýsköpun og skoða að lögfesta skyldur á lífeyrissjóði og fjármálastofnanir í þeim tilgangi. VG: Atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum Við stöndum sannarlega frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum en í þeim felast líka tækifæri fyrir samfélagið. Við getum tekið höndum saman og skapað okkur sjálfum og framtíðarkynslóðum lífvænlegri heim og að því mun VG áfram vinna af kappi. Hér skiptir lykilmáli að tryggja jöfnuð í loftslagsaðgerðum þannig að umskipti yfir í grænt hagkerfi verði réttlátt og skilji ekkert okkar eftir. Atkvæði greitt VG er atkvæði greitt árangri í loftslagsmálum. Það skiptir máli hver stjórna. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra og leiðir lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun