Klúður að hafa regnbogann ekki með í skipulagi nýs Skólavörðustígs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2021 13:01 Líf Magneudóttir segir það hafa verið klúður af hálfu borgarstjórnar að hafa ekki fundið Regnboganum á Skólavörðustíg nýtt heimili áður en áform um breytt skipulag á göngugötunni var kynnt. Vísir Mikil óánægja ríkir meðal hinsegin fólks um áætlun Reykjavíkurborgar að færa Regnbogafánann af Skólavörðustíg vegna áætlana um framkvæmdir á göngugötunni. Borgarfulltrúi meirihlutans segir það hafa verið mistök að hafa kynnt áætlanir án þess að hafa fundið Regnboganum nýtt heimili áður. Tekin var ákvörðun um það hjá borginni fyrir tveimur árum að Skólavörðustígur yrði varanlegt heimili Regnbogafánans, en nú stendur til að finna honum nýtt heimili. Tilfærslan er meðal annars sögð vanvirðing við baráttu hinsegin fólks fyrir réttindum sínum. Hún sýni jafnframt að borgarstjórn hafi ekki verið einlæg þegar hún sagði fánann eiga að vera varanlega á Skólavörðustíg og að hún skilji ekki mikilvægi táknsins. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vilja að Regnboginn verði færður af Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm „Mér finnst vont að sjá að núna, bara tveimur árum síðar þá sé farið í að endurhanna götuna og ekkert hugað að því að koma Regnboganum fyrir,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, tekur undir þetta. „Það er auðvitað frábært að við séum að stækka göngusvæðin í borginni og gaman að sjá þau loksins verða að veruleika. Þá þurfum við auðvitað að breyta skipulaginu og hönnuninni á því, en það var auðvitað dapurlegt að sjá að Regnboginn væri ekki með í forsendum hönnunar. Það er auðvitað bara, finnst mér, vera mistök og klúður og yfirsjón,“ segir Líf. Hinsegin samfélagið dapurt yfir breytingunum Líf segist vel skilja að hinsegin samfélagið sé dapurt yfir breytingunum. Þetta sé sérstaklega sorglegt vegna þess hve táknrænn Regnboginn sé. „Regnboginn er auðvitað bara hluti af hinsegin borginni Reykjavík og hinsegin fólk hefur háð baráttu upp á líf og dauða, þetta er mjög táknrænt í þeirra hugum og fyrir hinsegin samfélagið og þannig borg viljum við vera.“ Einhugur ríki, að hennar mati, hjá meirihluta borgarstjórnar að varanlegur Regnbogi sé hluti af svæðinu. „Ég vil tryggja að svo verði og þá í mjög góðu samráði og samtali við samfélag hinsegin fólks.“ Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamaður og forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, var fyrst til að vekja athygli á málinu í færslu sem hún birti á Facebook á föstudag. Ragnhildur sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið döpur að fá staðfestingu á því að aldrei hafi verið hugsað um það að halda Regnboganum á núverandi stað og vinna í kring um hann. Komi til greina að færa Regnbogann ofar á Skólavörðustíg Líf svaraði færslu Ragnhildar og skrifaði þar að hún sé sammála Ragnhildi. Vinna þurfi að því að leysa málið og vísar í tíst Jóns K. Ágústssonar, þar sem hann leggur til að Regnboginn verði færður ofar á Skólavörðustíg og umlyki Hegningarhúsið. „Það er líka háð því að við séum að stækka göngusvæðið um alla Reykjavíkurborg og ofar á Skólavörðustíginn. Það er eitthvað sem ég vil sjá gerast, að við séum að stækka göngusvæðið til muna. Það er líka fallegt því þá umlykur regnboginn Hegningarhúsið og við skulum ekki gleyma því að það er ekki langt síðan þar sat maður inni, dæmdur í fangelsi fyrir samkynhneigð sína.“ Mistök að finna Regnboganum ekki nýjan stað fyrir kynningu Hún skilji að Regnboginn sé kennileiti í Reykjavík, vinsælt hjá bæði heimamönnum og ferðafólki. „Ég sé ekki fyrir mér að þetta geti ekki farið saman, að við séum að breyta þessu í göngusvæði en jafnframt halda Regnboganum sem sterku kennileiti fyrir hinsegin borgina Reykjavík. Ég vil sjá það raungerast.“ Heldurðu að það hafi verið vanhugsað að kynna þessar áætlanir án þess að finna Regnboganum nýtt heimili? „Já, mér hefði fundist það hefði farið þá betur að vera með einhverja lausn á því í upphafi í stað þess að það sé eitthvað órætt inn í framtíðina. Það hefði verið betra að hugsa málið til enda og þá að hafa fundið Regnboganum varanlegan stað. En þetta átti auðvitað að vera varanlegt þegar við fyrir tveimur árum ákváðum að hafa hann þarna. Þannig að já, ég ætla að leyfa mér að segja að þetta hafi verið klúður en það er alltaf hægt að vinda ofan af því í mínum huga.“ Reykjavík Skipulag Hinsegin Tengdar fréttir „Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12 Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. 2. september 2021 20:31 Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Tekin var ákvörðun um það hjá borginni fyrir tveimur árum að Skólavörðustígur yrði varanlegt heimili Regnbogafánans, en nú stendur til að finna honum nýtt heimili. Tilfærslan er meðal annars sögð vanvirðing við baráttu hinsegin fólks fyrir réttindum sínum. Hún sýni jafnframt að borgarstjórn hafi ekki verið einlæg þegar hún sagði fánann eiga að vera varanlega á Skólavörðustíg og að hún skilji ekki mikilvægi táknsins. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vilja að Regnboginn verði færður af Skólavörðustíg. Vísir/Vilhelm „Mér finnst vont að sjá að núna, bara tveimur árum síðar þá sé farið í að endurhanna götuna og ekkert hugað að því að koma Regnboganum fyrir,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, tekur undir þetta. „Það er auðvitað frábært að við séum að stækka göngusvæðin í borginni og gaman að sjá þau loksins verða að veruleika. Þá þurfum við auðvitað að breyta skipulaginu og hönnuninni á því, en það var auðvitað dapurlegt að sjá að Regnboginn væri ekki með í forsendum hönnunar. Það er auðvitað bara, finnst mér, vera mistök og klúður og yfirsjón,“ segir Líf. Hinsegin samfélagið dapurt yfir breytingunum Líf segist vel skilja að hinsegin samfélagið sé dapurt yfir breytingunum. Þetta sé sérstaklega sorglegt vegna þess hve táknrænn Regnboginn sé. „Regnboginn er auðvitað bara hluti af hinsegin borginni Reykjavík og hinsegin fólk hefur háð baráttu upp á líf og dauða, þetta er mjög táknrænt í þeirra hugum og fyrir hinsegin samfélagið og þannig borg viljum við vera.“ Einhugur ríki, að hennar mati, hjá meirihluta borgarstjórnar að varanlegur Regnbogi sé hluti af svæðinu. „Ég vil tryggja að svo verði og þá í mjög góðu samráði og samtali við samfélag hinsegin fólks.“ Ragnhildur Sverrisdóttir, blaðamaður og forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, var fyrst til að vekja athygli á málinu í færslu sem hún birti á Facebook á föstudag. Ragnhildur sagði í samtali við Vísi í gær að hún hafi verið döpur að fá staðfestingu á því að aldrei hafi verið hugsað um það að halda Regnboganum á núverandi stað og vinna í kring um hann. Komi til greina að færa Regnbogann ofar á Skólavörðustíg Líf svaraði færslu Ragnhildar og skrifaði þar að hún sé sammála Ragnhildi. Vinna þurfi að því að leysa málið og vísar í tíst Jóns K. Ágústssonar, þar sem hann leggur til að Regnboginn verði færður ofar á Skólavörðustíg og umlyki Hegningarhúsið. „Það er líka háð því að við séum að stækka göngusvæðið um alla Reykjavíkurborg og ofar á Skólavörðustíginn. Það er eitthvað sem ég vil sjá gerast, að við séum að stækka göngusvæðið til muna. Það er líka fallegt því þá umlykur regnboginn Hegningarhúsið og við skulum ekki gleyma því að það er ekki langt síðan þar sat maður inni, dæmdur í fangelsi fyrir samkynhneigð sína.“ Mistök að finna Regnboganum ekki nýjan stað fyrir kynningu Hún skilji að Regnboginn sé kennileiti í Reykjavík, vinsælt hjá bæði heimamönnum og ferðafólki. „Ég sé ekki fyrir mér að þetta geti ekki farið saman, að við séum að breyta þessu í göngusvæði en jafnframt halda Regnboganum sem sterku kennileiti fyrir hinsegin borgina Reykjavík. Ég vil sjá það raungerast.“ Heldurðu að það hafi verið vanhugsað að kynna þessar áætlanir án þess að finna Regnboganum nýtt heimili? „Já, mér hefði fundist það hefði farið þá betur að vera með einhverja lausn á því í upphafi í stað þess að það sé eitthvað órætt inn í framtíðina. Það hefði verið betra að hugsa málið til enda og þá að hafa fundið Regnboganum varanlegan stað. En þetta átti auðvitað að vera varanlegt þegar við fyrir tveimur árum ákváðum að hafa hann þarna. Þannig að já, ég ætla að leyfa mér að segja að þetta hafi verið klúður en það er alltaf hægt að vinda ofan af því í mínum huga.“
Reykjavík Skipulag Hinsegin Tengdar fréttir „Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12 Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. 2. september 2021 20:31 Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
„Bara einhver götuskreyting“: Harma skeytingarleysi borgarinnar gagnvart regnboganum Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um nýja umgjörð Skólavörðustígs og nærliggjandi gata en athygli vekur að nýtt skipulag og útlit gerir ekki ráð fyrir regnbogafánanum, sem prýðir götuna. 7. september 2021 08:12
Alger stakkaskipti á göngusvæðum í miðborginni Göngugötur í miðborg Reykjavíkur fá algera andlitslyftingu samkvæmt nýrri hönnun sem kynnt var í dag. Formaður skipulags- og samgönguráðs hefur fulla trú á að breytingarnar verði mennningarlífi og verslun til mikils framdráttar. 2. september 2021 20:31
Árstíðagarðar taka yfir og regnboginn fær nýtt heimili Göngugötuhluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs fær nýja umgjörð þar sem fagurfræði og auga fyrir sögunni er rauður þráður í gegnum alla hönnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Regnboginn á Skólavörðustíg fær nýtt heimili og stendur leit yfir. 2. september 2021 14:42