KSÍ verður af tugum milljóna en vonast eftir betri stöðu þegar stelpurnar mæta Evrópumeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 13:00 Stuðningsmannasveitin Tólfan fékk að fagna tveimur mörkum á Laugardalsvelli í gær, í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu. vísir/hulda margrét Knattspyrnusamband Íslands verður af milljónum, og sennilega tugum milljóna, króna vegna samkomutakmarkana sem enn gilda hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira