Stjórn KSÍ þarf að sitja fram í október en UEFA og FIFA fylgjast grannt með Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2021 11:01 Stuðningsmannasveit landsliðanna, Tólfan, sýndi þolendum ofbeldis stuðning á leik Íslands og Rúmeníu í gærkvöld, meðal annars með þeim gjörningi að þaga fram að tólftu mínútu. vísir/vilhelm Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) og Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) fylgjast náið með stöðu mála hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Alþjóðlegu samböndin hafa sem stendur ekki í hyggju að taka yfir stjórn KSÍ. Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Þar segir að fulltrúar UEFA og FIFA hafi fundað á mánudag með stjórn KSÍ og verið upplýstir um þá ákvörðun stjórnarinnar að víkja, líkt og Guðni Bergsson formaður gerði á sunnudag. Mikil gagnrýni hefur beinst að Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ, og stjórn sambandsins eftir frásagnir af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna. Klara er nú komin í leyfi en stjórn sambandsins ákvað að stíga til hliðar og boðaði því til sérstaks aukaþings sem getur í fyrsta lagi verið haldið 2. október, samkvæmt reglum KSÍ. Núverandi stjórn þarf að sitja áfram fram að þessu aukaþingi, samkvæmt svari UEFA, til að koma í veg fyrir miklar lagaflækjur og truflanir á framkvæmd landsleikja karla og kvenna sem fram undan eru. Í svarinu segir að UEFA og FIFA hafi því samþykkt að styðja ákvörðun stjórnar KSÍ um að halda áfram sínum störfum fram að aukaþinginu. Von er á fulltrúum UEFA og FIFA til landsins í næstu viku þar sem þeir munu hitta fulltrúa KSÍ. Fulltrúar sambandanna munu einnig mæta á aukaþingið sem ætla má að verði haldið í október. Í svari UEFA er tekið skýrt fram að sambandið fordæmi algjörlega allt ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi. KSÍ UEFA FIFA Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Íþróttahreyfingin geti gert töluvert betur en vandamálið samfélagslegt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að íþróttahreyfingin geti gert mun betur þegar kemur að menntun ungs íþróttafólks. Hann vonar að lærdómur verði dreginn af máli KSÍ og þá varar hann við því að allt íþróttafólk sé sett undir hatt ofbeldismenningar. 2. september 2021 07:01 Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Þetta kemur fram í svari UEFA við fyrirspurn Vísis. Þar segir að fulltrúar UEFA og FIFA hafi fundað á mánudag með stjórn KSÍ og verið upplýstir um þá ákvörðun stjórnarinnar að víkja, líkt og Guðni Bergsson formaður gerði á sunnudag. Mikil gagnrýni hefur beinst að Guðna, Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ, og stjórn sambandsins eftir frásagnir af meintum ofbeldisverkum landsliðsmanna. Klara er nú komin í leyfi en stjórn sambandsins ákvað að stíga til hliðar og boðaði því til sérstaks aukaþings sem getur í fyrsta lagi verið haldið 2. október, samkvæmt reglum KSÍ. Núverandi stjórn þarf að sitja áfram fram að þessu aukaþingi, samkvæmt svari UEFA, til að koma í veg fyrir miklar lagaflækjur og truflanir á framkvæmd landsleikja karla og kvenna sem fram undan eru. Í svarinu segir að UEFA og FIFA hafi því samþykkt að styðja ákvörðun stjórnar KSÍ um að halda áfram sínum störfum fram að aukaþinginu. Von er á fulltrúum UEFA og FIFA til landsins í næstu viku þar sem þeir munu hitta fulltrúa KSÍ. Fulltrúar sambandanna munu einnig mæta á aukaþingið sem ætla má að verði haldið í október. Í svari UEFA er tekið skýrt fram að sambandið fordæmi algjörlega allt ofbeldi, þar með talið kynbundið ofbeldi.
KSÍ UEFA FIFA Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25 Íþróttahreyfingin geti gert töluvert betur en vandamálið samfélagslegt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að íþróttahreyfingin geti gert mun betur þegar kemur að menntun ungs íþróttafólks. Hann vonar að lærdómur verði dreginn af máli KSÍ og þá varar hann við því að allt íþróttafólk sé sett undir hatt ofbeldismenningar. 2. september 2021 07:01 Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32 Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58 Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
„Kemur mér jafnmikið á óvart og öllum öðrum“ „Ég er auðvitað bara eins og allir aðrir ofboðslega leiður og sorgmæddur yfir þessu öllu saman. Öll mín samskipti og kynni af þessum strákum hafa verið af góðu einu,“ segir Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. 2. september 2021 12:25
Íþróttahreyfingin geti gert töluvert betur en vandamálið samfélagslegt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að íþróttahreyfingin geti gert mun betur þegar kemur að menntun ungs íþróttafólks. Hann vonar að lærdómur verði dreginn af máli KSÍ og þá varar hann við því að allt íþróttafólk sé sett undir hatt ofbeldismenningar. 2. september 2021 07:01
Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53
Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00
Stjórn KSÍ mun ekki víkja Klöru frá störfum Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, mun að öllu óbreyttu sinna störfum sínum fyrir sambandið áfram næstu mánuði. Hún ætlar ekki að stíga frá borði og sitjandi stjórn ætlar ekki að víkja henni frá störfum. 31. ágúst 2021 09:32
Stjórn KSÍ segir af sér Stjórn Knattspyrnusambands Íslands, varafulltrúar hennar og landshlutafulltrúar hafa ákveðið að segja af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Boðað verður til aukaþings hjá sambandinu með fjögurra vikna fyrirvara. 30. ágúst 2021 21:58
Guðni Bergsson segir af sér Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017. 29. ágúst 2021 16:52