Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 14:41 Í sumar hefur Menningarhúsið Hof á Akureyri verið vinsæll áfangastaður krakka og unglinga sem freista þess að kæla sig niður í hitanum með því að stökkva í sjóinn. Vísir/Tryggvi Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti. Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í færslu Trausta Jónssonar á vef hans, sem nefnist Hungurdiskar. Þar birtir hann talningu sína á svokölluðum sumardögum. Samkvæmt skilgreiningu Trausta telst sumardagur sá dagur þar sem í að minnsta kosti þrjá af fjórum athugunartímum sé úrkomulaust. Þá verður úrkoma frá 9-18 að vera minni en 2 mm. Enn fremur má ekki vera alskýjað á öllum athugunartímunum fjórum og meðalhiti þeirra að verður að vera að minnsta kosti 13,1 stig eða hámarkshiti kl. 18 meiri en fimmtán stig. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri“ Sumardagar á Akureyri þetta sumarið, samkvæmt þessari skilgreiningu, eru orðnir sjötíu, 22 fleiri en meðaltal þessarar aldar. Hafa þeir aldrei verið fleiri á þeim tíma sem talningin nær yfir, en á vef Trausta og skýringarmynd sem hann birtir með má sjá að talning hófst upp úr 1950 á síðustu öld. „Aldeilis einstakt sumar á Akureyri. Þar voru 5 sumardagar í maí, 12 í júní, 23 í júlí og 30 í ágúst (allir dagar mánaðarins nema einn),“ skrifar Trausti, en reikna má með að það bæti í þessa tölu í september sem nú er nýhafinn. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræddi stöðuna í ferðaþjónustunni á Norðurlandi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar hefur góða veðrið í sumar leikið lykilhlutverk í að lokka Íslendinga norður á land. Sumarið hefur ekki verið jafn gjöfult á höfuðborgarsvæðinu en þar eru sumardagar orðnir 24, sem reyndar eru fjórir fleiri en langtímameðaltal síðustu sjötíu ára, að sögn Trausta. Það er þó níu dögum færra en að meðaltali á þessari öld. „Þó sumardagar ársins í ár (hingað til) séu fáir miðað við það sem algengast hefur verið að undanförnu (2019 voru þeir t.d. 43) eru þeir samt fleiri en var nokkru sinni öll árin frá 1961 til og með 1986. Kannski megum við því vel við una, þó rúma viku vanti upp á þann fjölda sem við höfum „vanist“ á þessari öld. Í Reykjavík voru aðeins tveir sumardagar í júní, 10 í júlí og 12 í ágúst,“ skrifar Trausti.
Veður Akureyri Reykjavík Tengdar fréttir Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17 Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26 Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. 1. september 2021 07:17
Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. 27. ágúst 2021 11:26
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43