Heilbrigðismál eru kosningamál Erna Bjarnadóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:01 Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Landspítalinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Þegar litið er um öxl má sannarlega sjá þess stað að heilbrigðismál eru kosningamál, nú jafnt sem fyrr. Á liðnu kjörtímabili hefur markvisst verið unnið að því að draga úr hlut frjálsra félagasamtaka og sjálfstætt starfandi lækna í heilbrigðisþjónustu þjónustu en þess í stað eru verkefnin færð til ríkisstofnana í vaxandi mæli. Er þar skemmst að minnast flutningi á skimunum fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem enn sér ekki fyrir endann á afleiðingunum. Einnig má nefna áform um að loka Domus og að senda sjúklinga frekar til útlanda í liðskiptaaðgerðir en nýta innlenda þjónustu. Hér verður því miður ekki séð að öryggi og líðan sjúklinga sé höfð í fyrirrúmi heldur pólitísk sýn um að alla þessa þjónustu eigi að veita af ríkinu í stað þess að gera þjónustusamninga við einkaaðila til að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna. Óskammfeilni forystumanna ríkisstjórnarinnar náði hins vegar nýjum hæðum þegar forsætisráðherra og fjármálaráðherra tóku að vitna í niðurstöður samtals við forstjóra LSH þess efnis að mönnun sé eina vandamál gjörgæslu Landspítalans en ekki skortur á fjármagni. Í færslu á fésbókinni þann 22. ágúst fer Theódór Skúli Sigurðsson, formaður félags sjúkrahúslækna vandlega yfir raunverulega stöðu gjörgæslunnar á LSH. Á undanförnum árum hefur ítrekað verið varað við stöðunni þar en þvert á móti og eftir nokkrar COVID bylgjur var tekin ákvörðun um að fækka úr 13 gjörgæsluplássum niður í 10 fyrir sumarið 2021. Með þessu var Ísland komið í botnsæti Evrópuþjóða hvað varðar fjölda gjörgæsluplássa á íbúa. Ástæðan mun vera þær sparnaðarkröfur sem gerðar eru á Landspítalanum. Á sama tíma hlýðum við á viðtöl við Björn Zoega forstjóra Carolinska sjúkrahússins í Svíþjóð og fyrrum forstjóra LSH. Hann hefur þvert á móti unnið markvisst að fjölgun gjörgæsluplássa þar, síðan COVID faraldurinn hófst. Theódór Skúli segist ítrekað hafa varið við hættunni af þessari fækkun gjörgæsluplássa í skugga heimsfaraldurs, opnun landamæra og fjölgun ferðamanna. En þvert á móti, þá skyldi sparað með öllum ráðum. Læknar voru beðnir um að lækka starfshlutfall, ekki átti að greiða læknum aukagreiðslu fyrir að taka vakt vegna forfalla, loka skurðstofum, stöðva dýrari inngrip og fækka gjörgæsluplássum. Hann segir síðan orðrétt: „Við áttum einfaldlega að hætta að lækna og hjúkra til að spara !“ Vandinn er felst ekki í að ekki fáist fólk til starfa. Síðasta vetur sóttu t.d. mun fleiri hjúkrunarfræðingar um vinnu á gjörgæsludeildunum, en fengu þar sem takmakaður fjöldi staða var í boði. Þá var þrengt mjög að greiðslum fyrir aukið álag fyrir að fresta fríum. Forystufólk ríkisstjórnarinnar mætti líka rifja upp ítrekaða og langdregna kjarabaráttu heilbrigðisstétta með tilheyrandi verkföllum, lagasetningum og kjaradómum. Skemmst er að minnast þess að hjúkrunarfræðingar voru samningslausir við upphaf COVID faraldursins. Óboðlegt er að tala nú til þessa hóps eins og hann sé varla til eða fáist ekki til starfa þegar mikið liggur við. Öll viljum við vera metin að verðleikum og mikilvægi starfa okkar. Því þarf að hlusta á starfsfólk í framlínu heilbrigðiskerfisins. Það þekkir best hvar eldurinn brennur heitast. Snúum okkur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi þar með talið Landspítala sem við öll getum verið stolt af og er eftirsóknarverður vinnustaður. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun