Að ræna komandi kynslóðir Guðbrandur Einarsson skrifar 11. ágúst 2021 09:31 Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Skattar og tollar Lífeyrissjóðir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hafa reglulega komið upp hugmyndir um að auka tekjur ríkisins í dag með því að skattleggja innborgun í lífeyrissjóð. Það er að greidd verði staðgreiðsla af framlagi í lífeyrissjóð um leið og greidd er staðgreiðsla af launum, í stað þess að hún verði greidd þegar laun eru greidd úr lífeyrissjóðum. Með þessu er ekki verið að auka tekjur ríkisins heldur flytja þær framar í tíma. Staðgreiðsla greidd í dag verður ekki aftur greidd síðar. Þessi hugmynd er m.a. á stefnuskrá Flokks fólksins og var hún áréttuð af formanni flokksins í viðtalsþætti Harmageddon þann 29. júní síðastliðinn. Með þessari skattlagningu hyggst formaðurinn ná 70 milljörðum í ríkiskassann sem hún vill meðal annars nýta til þess að útrýma fátækt. Það er góðra gjalda vert að vilja útrýma fátækt en er þetta aðferðin til þess? Staðgreiðsla skatta Staðgreiðsla skatta varð að veruleika árið 1988 eftir hið sérstaka skattlausa ár 1987. Fram að þeim tíma höfðu skattar verið innheimtir eftirá með tilheyrandi erfiðleikum fyrir allan almenning sem átti erfitt með að láta áætlanir standast vegna hugsanlegs bakreiknings frá skattinum. Við greiðum því skatt af launum okkar um leið og við fáum þau. Það sama á við um laun sem greitt eru úr lífeyrissjóðum og frá Tryggingastofnun ríkisins. Skattar eru greiddir um leið og laun eru greidd. Minnkar lífeyrisrétt Ef það er rétt, sem formaðurinn segir, að um sé að ræða 70 milljarða sem hún vill fá að eyða núna þá er hún í raun að segja að hún sé tilbúin til að skerða rétt þeirra sem eiga fé í lífeyrisjóðunum. Það gefur augaleið að ef 70 milljarðar verða teknir af lífeyrissjóðunum þá verða þeir fjármunir ekki ávaxtaðir af sjóðunum til hagsbóta fyrir þá sem lífeyrissjóðina eiga. Það munar um minna. Velferðarkerfi framtíðarinnar Spár um íbúaþróun eru allar á þann veg að eldra fólki fjölgar en yngra vinnandi fólki fækkar. Það verða því færri sem munu greiða skatta af launatekjum sem standa eiga undir velferðarkerfi framtíðarinnar. Að ætla sér að svipta framtíðarkynslóðir þeim skatttekjum sem svo sannarlega tilheyra þeim er í besta falli mjög vanhugsað. Í versta falli er hér um að ræða tillögu sem gengur út á að ræna börnin okkar réttmætum tekjum sínum til að standa undir samneyslunni. Eigum við ekki að leita leiða til þess að fjármagna nútímann með öðrum hætti en að ræna komandi kynslóðir? Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun