Hannes býst við hörkuleik: Þeir slátruðu deildinni í fyrra Valur Páll Eiríksson skrifar 21. júlí 2021 19:31 Hannes býst við erfiðum leik gegn sterkum andstæðingi annað kvöld. Vísir Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, hlakkar til þess að mæta sínum gömlu félögum í Bodö/Glimt frá Noregi en liðin eigast við í Sambandsdeild Evrópu að Hlíðarenda annað kvöld. „Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
„Við verðum náttúrulega bara að ná upp góðum leik, eins og alltaf þegar þú ert að spila gegn sterkum andstæðingi í Evrópukeppninni. Við erum búnir að fara vel yfir þeirra lið í dag og vitum að þetta verður mjög erfitt,“ segir Hannes. Bodö/Glimt rúllaði nokkuð óvænt yfir norsku deildina í fyrra en féll úr leik fyrir pólska liðinu Legía Varsjá í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar á dögunum, og eru þess vegna með Val í Meistaradeildinni. „Þeir slátruðu norsku deildinni í fyrra og sú deild er náttúrulega sterkari heldur en okkar. Þannig að þetta verður mjög erfiður leikur við gott lið, en þeim hefur aðeins fatast flugið síðan í fyrra þannig að það eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes. Misjöfn spilamennska gegn Dinamo og ÍA Á meðan Bodö féll úr keppni fyrir Legía, féll Valur sömuleiðis úr keppni fyrir króatíska stórveldinu Dinamo frá Zagreb. Valsmenn töpuðu fyrri leiknum 3-2 ytra en þeim síðari 0-2 á Hlíðarenda þar sem þeir spiluðu vel og hefðu hæglega getað sett mörk í þeim leik. Hannes segir Valsmenn taka jákvæða hluti úr þeim leik. „Engin spurning. Við vorum ánægðir með frammistöðuna þar þrátt fyrir að vera svekktir með úrslitin og að leka inn marki þarna í lokin líka, þá var virkilega margt fínt í þeim leik og þar sýndum við okkur sjálfum að við getum alveg staðið í sterkum liðum. Ef við hittum á daginn okkar þá er allt hægt í þessu. En við sýndum það líka í næsta leik þar á eftir uppi á Skaga að við getum alveg dottið niður á lágt plan líka. Svo nú þurfum við að kveikja á öllu sem hægt er að kveikja á til þess að hitta á góðan leik á morgun og þá eru möguleikar í þessu.“ segir Hannes en Valur tapaði óvænt fyrir botnliði ÍA á Skipaskaga í Pepsi Max-deildinni um helgina. Klippa: Hannes Þór fyrir Bodö/Glimt Ekki sama lið og þegar Hannes var þar á mála Hannes mun mæta sínum gömlu félögum, en hann lék með Bodö á láni frá NEC í Hollandi þegar hann var að jafna sig af axlarmeiðslum í aðdraganda Evrópumótsins í Frakklandi 2016. „Ég átti mjög ánægjulegan tíma þarna. Þetta voru fjórir mánuðir þar sem ég var á láni rétt fyrir EM, svona að koma mér í fínt stand og ég kynntist þessum klúbb ágætlega. Þetta er frekar lítið lið í norska boltanum í rauninni, það er eitthvað ótrúlegt sem gerðist þarna í fyrra þar sem að þeir hafa greinilega hitt á einhverja svakalega blöndu, fara úr því að vera lið sem er kannski að rokka milli úrvalsdeildar og fyrstu deildar yfir í það allt í einu að rústa deildinni og næstum slá út AC Milan í Evrópukeppninni. Þeir hitta á eitthvað en ekki það sem maður hefði búist við þegar ég var þarna, þá var þetta bara svona lið sem er yfirleitt fyrir neðan miðju,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá að ofan. Valur og Bodö/Glimt eigast við í forkeppni Sambandsdeildarinnar annað kvöld klukkan 19:00 að Hlíðarenda. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:45.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira