Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Segja Sölva hæðast að Bröndby

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, þekkir vel til í fótboltanum í Kaupmannahöfn enda ein af hetjum FC Kaupmannahafnar á sínum tíma. Það vakti því enn meiri athygli í Danmörku þegar hann stýrði Víkingum til 3-0 sigurs á Bröndby í Sambandsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­tökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna

Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 

Innlent
Fréttamynd

„Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“

Bröndby mun væntanlega borga skemmdarverkin sem stuðningsmenn félagsins unnu á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi, segir Sverrir Geirdal varaformaður knattspyrnudeildar Víkings. Nokkur hundruð Víkingar verða viðstaddir seinni leik liðanna en Sverrir er ekki stressaður.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út

Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 

Fótbolti
Fréttamynd

„Þeir voru sterkari en við í loftinu“

Frederik Birk, þjálfari Bröndby, sagði lítið en lét tilfinningar sínar greinilega í ljós í viðtali eftir 3-0 tapið gegn Víkingum í kvöld, niðurstaða sem eru „risastór“ vonbrigði.

Fótbolti
Fréttamynd

Gervigreindin fór illa með mót­herja Víkinga

Danskir fjölmiðlar segja frá vandræðalegum liðsfundi fyrir nýja leikmenn Bröndby í fótboltanum en danska félagið er þessa dagana að undirbúa sig fyrir leiki á móti Víkingum í Sambandsdeildinni seinna í þessari viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiða­blik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst

Dregið var í umspil Evrópu- og Sambandsdeildarinnar í höfuðstöðvum UEFA í dag. Breiðablik fer til Sviss eða Hollands ef liðið vinnur næsta einvígi en Moldóvu eða San Marínó ef tap verður niðurstaðan. Víkingur fer til Frakklands ef liðið vinnur sitt einvígi en dettur úr leik ef tap verður niðurstaðan.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikil dramatík en verð­skuldaður sigur“

Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekktur og stoltur á sama tíma“

KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sleikjum sárin í kvöld“

Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast

„Við vorum ekki hræddir, þetta var gott lið og við náðum að loka vel á það sem við ætluðum að gera, en á sama tíma vorum við ekki nógu góðir.“ sagði markaskorarinn Orri Sigurður Ómarsson eftir súrt tap Vals fyrir Kauno Žalgiris í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar á­fram eftir fram­lengingu

Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“

KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. 

Fótbolti