Fótbolti

Al Amri stal sviðs­ljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr töpuðu fyrsta deildarleik tímabilsins í kvöld.
Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr töpuðu fyrsta deildarleik tímabilsins í kvöld. Getty/Abdullah Ahmed

Cristiano Ronaldo byrjaði nýja árið ekki nærri því eins vel og hann endaði það gamla. Ronaldo og félagar í Al Nassr töpuðu í kvöld 3-2 í toppslag sádi-arabísku deildarinnar á móti Al Ahli.

Þetta var fyrsta tapið hjá Ronaldo og liðsfélögum hans í deildinni á tímabilinu eftir tíu sigra og eitt jafntefli í fyrstu ellefu leikjunum. Al Ahli er enn bara í fjórða sæti þrátt fyrir þennan sigur en nú sex stigum á eftir toppliði Al Nassr.

Abdulelah Al Amri skoraði bæði mörk Al Nassr í kvöld og stal sviðsljósinu af makahæsta leikmanni sögunnar því Ronaldo komst ekki á blað. Al Amri jafnaði metin í 2-2 með tveimur mörkum með þrettán mínútna millibili í fyrri hálfleiknum.

Maður leiksins var þó án efa Ivan Toney hjá Al Ahli. Toney skoraði tvö fyrstu mörkin leiksins á fyrstu tuttugu mínútunum og lagði svo upp sigurmarkið fyrir Merih Demiral á 55. mínútu.

Ronaldo reyndi fjögur skot og bjó til tvö marktækifæri fyrir félaga sína. Ekkert skota hans hittu markið en hann klúðraði einu dauðafæri í þessum leik.

Þrátt fyrir markaleysi hjá bæði Ronaldo og Joao Félix þá eru þeir enn markahæstu menn deildarinnar með þrettán mörk hvor.

Al Ahli var með mikla yfirburði í xG þrátt fyrir nauman sigur með 3,53 á móti aðeins 0,87.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×