Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 22:31 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er lítið gefinn fyrir menningarlega fjölbreytni. Pyeongyang Press Corps/Pool/Getty Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land. Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land.
Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira