Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. júlí 2021 14:12 Anna Löscher og Baldur Karl Kristinsson eignuðust dreng 14. júní, eftir að Anna fékk hríðir í bílnum sínum á Selfossi. Þau eru þakklát fyrir hjálp sem þau fengu frá ókunnugum hjónum. Aðsend mynd Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum. Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook. Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook.
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira