„Partíið er byrjað“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 20:00 Guðvarður Gíslason, Andrea Jónsdóttir og Jón Bjarni Steinsson. STÖÐ2 Skemmtistaðaeigendur eru nú í óðaönn að undirbúa helgina eftir gleðifréttir dagsins. Þeir búast við að mikið fjör verði í miðbænum í kvöld og segist plötusnúður feginn að þurfa ekki að minna á grímurnar. Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira
Það kom mörgum skemmtistaðaeigendum á óvart að afléttingar tæku strax gildi á miðnætti og þurftu flestir að hafa hraðar hendur við undirbúning. Hvað var það fyrsta sem þú gerðir þegar þú heyrðir fréttirnar? „Hringja í Andreu Jóns og spyrja hana hvort hún gæti spilað til klukka þrjú. Svo þurfti ég að tala við konuna mína og þurfti að breyta vaktaplaninu. Fá fólk til að koma og vinna, bæta við dyravörðum og vera viss um að ég að ætti nóg áfengi í húsinu,“ sagði Jón Bjarni Steinsson, eigandi Dillon Bars. Það tók Jón ekki langan tíma að sannfæra Andreu Jónsdóttur til að þeyta skífum lengur í nótt. „Líklega verð ég aðeins seinna á ferðinni en undanfarið. Þetta er búið að vera mjög fyndið, svona eins og maður sé að spila á skólaballi fyrir unglinga. Frá sex til tíu og svo sjö til ellefu og svona,“ sagði Andrea Jónsdóttir, plötusnúður og útvarpskona. Þannig þú vílar þetta ekki fyrir þér, að þurfa aftur að fara að vaka lengur á nóttunni? „Nei nei nei, ekkert þannig. Ég næ að leggja mig ef ég byrja ekki fyrr en ellefu eða á miðnætti. Þá nær maður að leggja sig þannig maður er bara hress.“ Í Gamla bíói hefjast tónleikar klukkan níu sem verða sennilega þeir síðustu þar sem fólk þar að sitja með grímur. „Nú bara byrja allskonar viðburður. Ráðstefnur, fundir, veislur, tónleikar,“ sagði Guðvarður Gíslason, framkvæmdastjóri Petersen svítunnar og Gamla bíó. „Ég keypti mér sérstaklega hljóðnema til þess að segja: „Muna grímurnar“ það er gott að þurfa ekki að gera það meira,“ sagði Andrea Jónsdóttir. „Partíið er byrjað“ Jón Bjarni segir að afléttingar einfaldi reksturinn. „Kannski mest er að losna við að þurfa að skrá niður alla gesti, þurfa ekki lengur að spá í því að passa þessa eins metra reglu og allt þetta. Þurfa ekki lengur að vera alltaf á nálum yfir því að þú sért ekki örugglega að gera allt sem þarf að gera er mjög þægilegt að losna við,“ sagði Jón Bjarni. Þá er búist við miklu fjöri um helgina. „Partíið er byrjað.“ Ert þú full tilhlökkunar að spila inn í nóttina? „Já mjög svo. Þó það sé nú skýjað hérna núna þá er þó bjart alla nóttina þannig að það er nauðsynlegt að fólk fái að skemmta sér á Íslandi fram á nótt,“ sagði Andrea Jónsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Sjá meira