Lokuðu tugum íranskra vefsíðna sem eru sakaðar um upplýsingafals Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 22:35 Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans. Heimsveldin reyna nú að hefja viðræður um að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015. AP/Vahid Salemi Bandarísk yfirvöld lokuðu tugum fréttavefsíðna sem tengjast írönskum stjórnvöldum sem þau saka um að dreifa fölskum upplýsingum. Á meðal þeirra voru vefsíður sjónvarpsfréttastöðvar Húta í Jemen og vefmiðils herskárra Palestínumanna. AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær. Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær.
Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira