Útvistun ábyrgðar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 15. júní 2021 14:31 Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Strætó Reykjavík Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Sömu kjör fyrir sömu störf eru einkunnarorð í jafnlaunastefnu borgarinnar. Það nær greinilega ekki til starfsfólks Strætó bs. þar sem réttindi og kjör vagnstjóra eru ólík eftir því hvaða fyrirtæki ræður þau til starfa. Vagnstjórar verktaka eru á lægri grunnlaunum en bílstjórar í beinni ráðningu hjá Strætó bs. Byggðasamlagið er í eigu 6 sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hlutverk þess er að sjá um almenningssamgöngur. Hvernig gengur það upp að einn vagnstjóri geti verið á verri kjörum en annar, þó að hann sinni sama starfi? Þetta eru afleiðingar útvistunar. Sveitarfélögin telja það góðan kost að spara með því að láta einkaaðila sjá um grunnþjónustuna en þeim sparnaði er náð með því að keyra launakjör og réttindi starfsfólks niður. Sveitarfélögin ná þeim sparnaði með því að koma ábyrgðinni frá sér. Tæp 60% af akstri Strætó bs. er í höndum verktaka; Kynnisferða og Hagvagna. Fyrr á þessu kjörtímabili spurði ég út í ferlið að baki útboðs og hvort eitthvað þak væri á það hversu mikið af akstri Strætó bs. verktakar mega sjá um? Svo er ekki og mér finnst sláandi að það sé ekki stefna hjá opinberu fyrirtæki varðandi hversu mikið af grunnþjónustu einkaaðilar megi sjá um. Í svarbréfinu við fyrirspurn minni, kom fram að í undirbúningi útboðs væri það stjórn Strætó sem tæki ákvörðun um viðmiðunarhlutfall verktöku. Akstur Strætó tæki alltaf mið af vagnastöðu Strætó, þ.e.a.s. hversu mörgum vögnum Strætó ræður yfir og hvað hægt væri að nota þá mikið. Vagnafloti Strætó er orðinn gamall og þörf er á talsverðri endurnýjun. Uppsöfnuð þörf í grunnkerfum okkar, líkt og samgöngum á ekki að opna á frekari útvistun. Sósíalistar vilja efla grunnstoðirnar okkar í stað þess að hluta þær niður og færa til einkaaðila. Þannig byggjum við upp gott kerfi og tryggjum að starfsfólk sé hluti af sömu heild. Einnig viljum við tryggja að starfsfólk fái aðkomu að stjórnum fyrirtækja. Áður fyrr höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Mikilvægt er að tryggja aðkomu þeirra sem þekkja vel til þeirra þátta sem má efla og bæta. Þannig byggjum við upp góðar almenningssamgöngur. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar