Skítakuldi í kortum næstu þrjár vikurnar að minnsta kosti Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 12:28 Þó það kunni að freista einhverra að praktísera lýðskrum í veðurspám sínum lætur Einar Sveinbjörnsson það ekki eftir sér. Það er kuldi í kortum næstu þrjár vikurnar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veigrar sér ekki við því að bjóða upp á vont veður og segir kulda í kortum næstu vikurnar. Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins. Veður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Veður Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira