Skítakuldi í kortum næstu þrjár vikurnar að minnsta kosti Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2021 12:28 Þó það kunni að freista einhverra að praktísera lýðskrum í veðurspám sínum lætur Einar Sveinbjörnsson það ekki eftir sér. Það er kuldi í kortum næstu þrjár vikurnar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur veigrar sér ekki við því að bjóða upp á vont veður og segir kulda í kortum næstu vikurnar. Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins. Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Veðurfræðingar eru í sérkennilegri stöðu, þeir eru sagðir ljúga í vinsælum dægurlögum, þeir eru sakaðir um leiðindi vegna vondra veðra og svo eru þeir líka til sem praktísera lýðskrum í spám sínum. Og fegra stöðuna til að friðþægja landsmenn og ekki síst þá sem standa fyrir útihátíðum. Einar er ekki einn af þeim. „Ég fæ stundum að heyra það að spá ekki nógu góðu og skemmtulegu veðri – vera ekki með þessi leiðindi svona þegar allt sumarið er framundan! Það má alveg velja sér þar hlutskipti sem veðurfræðingur að pakka saman og láta sig hverfa þegar leiðinlegt veður er í aðsigi og spretta síðan fram glaðhlakkalegur og sóla sig í góðri veðurspá,“ segir Einar í pistli sem hann birtir á Facebook. Einar er staddur í Borgarnesi og segir að eftir sumarlegan sudda þar, með suðlægum áttum hafi hann nú vaknað við norðan kælu og ekki nema 5 stiga hita. Norðlendingar og Vestfirðingar sjá í hvíta fjallstoppa. „Auðvitað ekki skemmtilegt, en svona er þetta nú bara og þessi umskipti voru fyrirséð með margra daga fyrirvara.“ Einar telur þessi orð nauðsynlegan inngang að nýrri þriggja vikna spá sem hann skellir fram, þó það kynni að kalla á mögulegar óvinsældir og almenn leiðindi. Hér fer spá Einars og þetta er, svo það sé nú bara sagt, alveg glatað: Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Næsta vika 14- 21. júní: Ríkjandi N-átt og kalt í veðri, jafnvel óvenju kalt fyrir árstímann. Hiti á Akureyri lengst af um 5°C eða um 4 stigum undir meðallagi árstímans. Sólríkt syðra og þokkalegir dagar sunnan undir í skjóli. Vika 2: 21. -28. júní: Meira um grunnar lægðir og með SV-og V-áttir í bland við N-áttir. Þó aðeins hlýni, verður samt svalt á landinu og fremur skúra- eða rigningarsamt. Einna skást austan- og suðaustanlands. Vika 3: 28. júní - 5. júlí: Metnar um 60% líkur á að áfram haldist fremur svalt veður og nær kuldinn frá norðurhjaranum yfir Skandinavíu og suður á meginland Evrópu. N-áttir og aftur fremur þurrt, en þoka tíð norðanlands. Um 30-40% líkur taldar á snúist til betri tíðar og fari hlýnandi veður með S-lægum vindáttum. Kortin eru frá ECMWF sýna annars vegar spá um frávik hita vikuna 21. -28. júní og hins vegar spá um lægðarsvægju yfir landinu í 500hPa sömu viku ásamt fráviki frá hæð flatarins.
Veður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira