Hvað gerum við nú? Finnur Ricart Andrason skrifar 7. júní 2021 08:31 Pælingar eftir áhorf Apausalypse Hvað segjum við, hvað gerum við, nú þegar faraldurinn tekur að lægja? Við höfum lært að líta inn á við, að takast á við einmanaleika og innilokun. Við höfum uppgötvað á ný hve mikils virði mannleg samskipti, tengsl, ást og umhyggja eru. Nú þegar við stöndum nær brúninni enn nokkru sinni áður, þá má spurja sig: ætlum við að nýta þetta tækifæri og takast á, af alvöru, við þau gríðarstóru vandamál sem liggja frammi fyrir okkur? Eða ætlum við að hrökklast aftur til baka inn í þægindin, inn í ysinn og þysinn? Þetta eru spurningarnar sem vakna við áhorf Apausalypse, leikstýrt af Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Ég held að þessi mynd verði mikilvægur gripur, í sagnfræðilegu samhengi, í framtíðinni. Hún nær að fanga það absúrd og abstrakt andrúmsloft sem skapaðist þegar samfélaginu var skellt í lás og þegar hagkerfið var stöðvað. Myndin nær að fanga sjaldgæfan atburð í mannkynssögunni, mögulegan vendipunkt sem gæti hrint af stað stórum samfélagslegum breytingum. Myndin setur heimsfaraldurinn í samhengi við tækifæri sem við höfum fengið til að endurhugsa lifnaðarhætti og forgangsraðanir okkar. Við höfum séð hvað við getum gert í krísuástandi. Nú þurfum við að ákveða hvort við viljum breyta þessari krísu í tækifæri, í verulegan vendipunkt. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig við endurreisum samfélagið okkar og hvort við tökumst á við loftslags vána, og aðrar minni sýnilegar samfélagslegar krísur, af sama krafti og við tókumst á við heimsfaraldurinn. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að nota þetta tækifæri sem faraldurinn hefur veitt okkur til þess að ráðast í breytingar í samfélaginu og endurraða gildum okkar. Við söknuðum snertingar og mannlegra samskipta. Við komumst að því hversu mikið við þurfum á hvert öðru að halda, og okkur þykir jafnvel enn væntar um okkar nánust heldur en áður. Núna þurfum við að framlengja þessa væntumþykju til framtíðarkynslóða sem eru í hættu vegna gjörða okkar og aðgerðarleysis. Ef þú vilt komast að því hvort þú deilir þessari skoðun með mér mæli ég með að þú farir á Apausalypse í Bío Paradís. Höfundur er loftslagsaktívisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Finnur Ricart Andrason Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Pælingar eftir áhorf Apausalypse Hvað segjum við, hvað gerum við, nú þegar faraldurinn tekur að lægja? Við höfum lært að líta inn á við, að takast á við einmanaleika og innilokun. Við höfum uppgötvað á ný hve mikils virði mannleg samskipti, tengsl, ást og umhyggja eru. Nú þegar við stöndum nær brúninni enn nokkru sinni áður, þá má spurja sig: ætlum við að nýta þetta tækifæri og takast á, af alvöru, við þau gríðarstóru vandamál sem liggja frammi fyrir okkur? Eða ætlum við að hrökklast aftur til baka inn í þægindin, inn í ysinn og þysinn? Þetta eru spurningarnar sem vakna við áhorf Apausalypse, leikstýrt af Anní Ólafsdóttur og Andra Snæ Magnasyni. Ég held að þessi mynd verði mikilvægur gripur, í sagnfræðilegu samhengi, í framtíðinni. Hún nær að fanga það absúrd og abstrakt andrúmsloft sem skapaðist þegar samfélaginu var skellt í lás og þegar hagkerfið var stöðvað. Myndin nær að fanga sjaldgæfan atburð í mannkynssögunni, mögulegan vendipunkt sem gæti hrint af stað stórum samfélagslegum breytingum. Myndin setur heimsfaraldurinn í samhengi við tækifæri sem við höfum fengið til að endurhugsa lifnaðarhætti og forgangsraðanir okkar. Við höfum séð hvað við getum gert í krísuástandi. Nú þurfum við að ákveða hvort við viljum breyta þessari krísu í tækifæri, í verulegan vendipunkt. Það er í okkar höndum að ákveða hvernig við endurreisum samfélagið okkar og hvort við tökumst á við loftslags vána, og aðrar minni sýnilegar samfélagslegar krísur, af sama krafti og við tókumst á við heimsfaraldurinn. Ég er þeirrar skoðunar að við þurfum að nota þetta tækifæri sem faraldurinn hefur veitt okkur til þess að ráðast í breytingar í samfélaginu og endurraða gildum okkar. Við söknuðum snertingar og mannlegra samskipta. Við komumst að því hversu mikið við þurfum á hvert öðru að halda, og okkur þykir jafnvel enn væntar um okkar nánust heldur en áður. Núna þurfum við að framlengja þessa væntumþykju til framtíðarkynslóða sem eru í hættu vegna gjörða okkar og aðgerðarleysis. Ef þú vilt komast að því hvort þú deilir þessari skoðun með mér mæli ég með að þú farir á Apausalypse í Bío Paradís. Höfundur er loftslagsaktívisti.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar