Ábyrgð á eftirliti með vottorðum færð yfir á flugfélög Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. júní 2021 14:26 Frá og með laugardeginum fer enginn inn í Icelandair-vél nema með fullgilt vottorð um að hann sé ekki með Covid-19. vísir/vilhelm Flugfélög sem fljúga til Íslands verða frá og með næsta laugardegi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á fullgilt vottorð um bólusetningu fyrir Covid-19, fyrri sýkingu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Hingað til hefur þessi skylda ekki legið á flugfélögunum og því hafa einhverjir lent á flugvellinum sem ekki hafa forskráð sig eða verið með nauðsynleg fullgild vottorð. Þeim hefur þá verið neitað um komu inn fyrir landamærin og vísað til baka. Geti farþegar ekki framvísað tilskildu vottorði til flugfélaganna áður en þeir fara um borð í vélina verða flugfélögin að neita þeim um flutning til Íslands. Þetta nær þó ekki til íslenskra ríkisborgara. Reglugerðin er sett með stoð í bráðabirgðaákvæði við loftferðalög sem var samþykkt á þingi í síðasta mánuði, sem heimilar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að setja reglugerð um tímabundnar skyldur flugrekenda eða umráðenda loftfars til að tryggja sóttvarnir gegn Covid-19. Hún verður endurskoðuð á fjögurra vikna fresti en umrætt bráðabirgðaákvæði í loftferðalögum gildir út árið. Skyldur flugrekenda og umráðamanna loftfara samkvæmt reglugerðinni eru eftirtaldar: Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Hingað til hefur þessi skylda ekki legið á flugfélögunum og því hafa einhverjir lent á flugvellinum sem ekki hafa forskráð sig eða verið með nauðsynleg fullgild vottorð. Þeim hefur þá verið neitað um komu inn fyrir landamærin og vísað til baka. Geti farþegar ekki framvísað tilskildu vottorði til flugfélaganna áður en þeir fara um borð í vélina verða flugfélögin að neita þeim um flutning til Íslands. Þetta nær þó ekki til íslenskra ríkisborgara. Reglugerðin er sett með stoð í bráðabirgðaákvæði við loftferðalög sem var samþykkt á þingi í síðasta mánuði, sem heimilar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að setja reglugerð um tímabundnar skyldur flugrekenda eða umráðenda loftfars til að tryggja sóttvarnir gegn Covid-19. Hún verður endurskoðuð á fjögurra vikna fresti en umrætt bráðabirgðaákvæði í loftferðalögum gildir út árið. Skyldur flugrekenda og umráðamanna loftfara samkvæmt reglugerðinni eru eftirtaldar: Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt.
Skylt er að kanna hvort farþegi hafi fullnægt skyldu til forskráningar og hafi tilskilið viðurkennt vottorð um ónæmisaðgerð gegn Covid-19, vottorð um að Covid-19-sýking sé afstaðin eða vottorð eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu Covid-19 prófs áður en farið er um borð í loftfar, enda hafi slík skylda verið lögð á farþega á grundvelli sóttvarnalaga. Skylt er að synja farþega um flutning geti hann ekki framvísað tilskildu vottorði eða staðfestingu. Skylda til að synja farþega um flutning nær ekki til íslenskra ríkisborgara. Slík synjun felur ekki í sér neitun um far á grundvelli Evrópureglugerðar um skaðabætur eða aðstoð til farþega sem neitað er um far þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira