Skynsamlegar ákvarðanir og jafnrétti Rafnar Lárusson skrifar 27. maí 2021 11:31 Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Landsvirkjun Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Sjá meira
Samkeppnishæfni fyrirtækja og landa byggir á því að ná sérstöðu, hagkvæmni og taka betri ákvarðanir en aðrir. Reynir ekki síst á það í landi eins og okkar sem er smátt í alþjóðlegu samhengi. Ísland er þó í öfundsverðri stöðu þar sem landið er ríkt af auðlindum og mannauði, en við þurfum að nýta tækifærin og sækja áfram. Hvaða leiðir eru færar? Ef litið er á tölfræði þá kemur ein leið sterkt fram. Í skýrslu sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company tók saman í maí á síðasta ári og kallast „Diversity wins“ eða „Fjölbreytileikinn sigrar“, var gerð greining á um eitt þúsund fyrirtækjum víða um heim þar sem rannsökuð voru, meðal annars, áhrif kynjajafnréttis á arðsemi. Ein af niðurstöðum skýrslunnar er að þau fyrirtæki sem voru með mesta fjölbreytni kynja í stjórnendalaginu væru að jafnaði 25% líklegri til að ná meiri arðsemi en þau sem byggðu á einsleitni. Þá gerði PwC sambærilega rannsókn á vegum eignastýringarfyrirtækisins Storebrand og mannúðarsamtakanna Care í Noregi árið 2019. Þar voru skoðuð 65 af stærstu skráðu fyrirtækjum Norðurlanda í kauphöllum, þar á meðal á Íslandi. Fyrirtæki sem voru hlutfallslega með fleiri konur í efsta stjórnendalagi og stjórn af þýðinu sýndu m.a. fram á meiri vöxt tekna, hærra hagnaðarhlutfall, meiri meðalarðsemi eiginfjár og færri ár þar sem tap var af rekstri. Af þessu má sjá að ein besta leið til sóknar er að jafna stöðu kynja. Ef litið er til vænts hagvaxtar og samkeppnisstöðu Íslands er viðkemur jafnrétti kynja þá eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Landið hefur t.a.m. vermt efsta sæti kynjajafnréttislista Alþjóðaefnahagsráðsins í 12 ár, þó að fullkomnu jafnrétti sé síður en svo náð. Sóknarfærin eru víða, enn hallar til dæmis verulega á konur í efsta stjórnendalagi stærstu fyrirtækja landsins og engin kona leiðir fyrirtæki sem skráð er í Kauphöllinni. Landsvirkjun vinnur jafnt og þétt að því að bæta samkeppnisstöðu Íslands er kemur að raforkuvinnslu og umhverfismálum, en áhersla á jafnrétti kynja er eitt af lykilatriðunum til að ná þeim árangri. Ekki einungis jafnrétti þegar kemur að launum og kynjahlutfalli starfsfólks, heldur einnig að fjölbreytni njóti sín í fyrirtækjamenningunni. Árið 2019 fengum við hvatningarverðlaun jafnréttismála og nú er hlutfall kvenna og karla meðal framkvæmdastjóra orðið jafnt í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Sóknin heldur áfram. Jákvæður hvati við endurskoðun Það er eitt að leggja áherslu á jafnrétti í ákvörðunum og rekstri sem við sjálf sinnum, en ekki er síður mikilvægt að vera meðvituð og huga að sömu þáttum þegar kemur að þeirri þjónustu sem fyrirtæki sækja. Nýlegt dæmi er þegar Landsvirkjun ásamt dótturfélögum stóð að útboði á endurskoðun í samvinnu við Ríkisendurskoðun. Samkvæmt síðustu ársskýrslu Félags löggiltra endurskoðenda eru konur einungis 29% félagsmanna. Til þess að skapa jákvæðan hvata að jafna þetta hlutfall og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytni í gæðum þjónustunnar settum við fram skilyrði í útboðinu um að tveir endurskoðendur árituðu ársuppgjör og könnuð hálfsársuppgjör Landsvirkjunar, en ekki einn eins og lágmarkið er. Einnig var sú krafa gerð, að þeir löggiltu endurskoðendur sem árituðu reikningsskil væru ekki af sama kyni. Þannig var skapaður hvati til að jafna kynjahlutföll þar sem á hallar. Svona hvata er hægt að nota víðar í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem fyrirtæki þurfa á að halda. Við það ná fyrirtæki að skapa sér sérstöðu, sýna hagkvæmni í rekstri og bæta ákvarðanir. Styðjum við breytingar og fjölbreytni frá ýmsum hliðum, tökum höndum saman og tryggjum samkeppnishæfni Íslands og hagvöxt til framtíðar. Jöfnum stöðu kynjanna. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar