Röntgen tekur við Vagninum á Flateyri í sumar Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 10:40 Frá vinstri: Hlynur Helgi Hallgrímsson, Geir Magnússon, Steinþór Helgi Arnsteinsson, Sindri Páll Kjartansson, Ásgeir Guðmundsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Geir, Sindri og Ragnheiður eru eigendur Vagnsins. Röntgen Eigendur krárinnar Röntgen á Hverfisgötu taka við rekstri Vagnsins á Flateyri í júní og stefna á mikið og reglulegt skemmtanahald í sumar. Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu. Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Vagninn er ein rótgrónasta krá landsins, hefur verið rekin frá níunda áratugnum, og hefur frá 2017 verið í eigu hóps af kvikmyndamönnum. Vagninn verður áfram Vagninn, en verður eins konar útibú Röntgen-manna. Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn eigenda Röntgen, segir í samtali við Vísi að stemningin verði rugluð á Vestfjörðum í sumar. „Ég hef lengi heillast af stemningunni á Vagninum og Flateyri og í raun öllu þessu landsvæði almennt. Fyrir utan að vera fallegasta svæði landsins er orkan á Vestfjörðum algjörlega ólýsanleg og það er gaman að fylgjast með uppbyggingunni sem er að eiga sér stað á svæðinu. Við hræðumst ekki að taka þátt í rekstri á veitinga- og skemmtistað í þorpi sem telur formlega um 200 íbúa, því ég veit að stemningin á eftir að verða algjörlega kynngimögnuð,“ segir Steinþór. Planið er tónlist, viðburðir og tapas og pinchos að spænskum sið. Stefnt er að því að hafa staðinn opinn alla daga vikunnar og að fjölbreyttir viðburðir verði í hverri viku, t.d. tónleikar, uppistand, bingó, pub quiz, drekkutímar og svo framvegis. Þá segir Steinþór að eftirvænting ríki vegna umsjónar veitingarstaðarins, sem verður í höndum spænska parsins, Álvaro Andrés og Inma Verdú. Munu þau töfra fram mikilfenglegan tapas/pintxos að spænskum sið en auk þess verður lögð áhersla á spænskt léttvín, cava, sangríur og fleira gúmmelaði. Bókanir eru þegar hafnar á listamönnum. „Meðal þeirra listamanna sem eru nú þegar staðfestir eða eru í viðræðum um að koma fram má nefna KK, Ari Eldjárn, Jógvan & Friðrik Ómar, Ragnheiður Gröndal, GÓSS, Mugison, Blaz Roca, Jakob Birgis, Snorri Helgason & Saga Garðars, Ylja, Moses Hightower, Lay Low, Emmsjé Gauti, Babies og svona mætti lengi telja,“ segir í tilkynningu.
Ísafjarðarbær Veitingastaðir Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira