Viðskipti innlent

Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmti­ferða­skip

Lovísa Arnardóttir skrifar
Farþegamiðstöðin er við Viðeyjarsund.
Farþegamiðstöðin er við Viðeyjarsund. Faxaflóahafnir

Faxaflóahafnir leita til almennings um nafn á nýja fjölnota farþegamiðstöð í Reykjavík. Farþegamiðstöðin rís nú við Viðeyjarsund í Reykjavík og tekur á móti fyrstu farþegum skemmtiferðaskipa í vor. Farþegamiðstöðin er sú fyrsta sem opnar í Reykjavík í 60 ár. Vinningshafi hlýtur siglingu til Bretlandseyja.

Í tilkynningu kemur fram að utan annatíma skemmtiferðaskipa, frá október og út mars ár hvert, fái farþegamiðstöðin annað hlutverk sem vettvangur fyrir fjölbreytta viðburði og samkomur.

Sigurður Örn Hilmarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður á Rétti, segir alvarlegt að stjórnvöld hafi nú tvívegis á um sex mánuðum gerst brotleg samkvæmt Mannréttindadómstóli Evrópu, MDE. „Það hlýtur að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni að íslenska ríkið hafi tvívegis, á tæpu ári verið dæmt fyrir brot á grundvallarmannréttindum fólks sem reynir að stóla á kerfið en það bregst því.“ Hann segir dómstólinn nú búinn að taka til skoðunar sjö mál sem tilheyri ólíkum flokkum og svo eigi eftir að taka tvö til skoðunar. Hann segir þau mál sem eftir eru hjá dómstólnum af sama meiði en það sé blæbrigðamunur á þeim og ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðu í þeim. Ekki liggur fyrir hvenær dómur verður birtu í þeim. Sigurður Örn var einn verjenda kvennanna en aðalverjandi þeirra, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, er í tímabundnu verkefni hjá ESA. „Dómstóllinn hefur ekki talið sannað að á Íslandi viðgangist kerfisbundinn mismunur á þessu sviði og byggir þá niðurstöðu sína helst á því að það eru ekki til fullnægjandi gögn en gagnrýnir að sama skapi líka stjórnvöld fyrir að halda ekki almennilega utan um þessa tölfræði.“ Hvað varðar málið þar sem ríkið var talið brotlegt. Í því máli fór 23 ára karlmaður inn í tjald 16 ára stúlku og þuklaði þar á henni. Hún bað hann að hætta sem hann gerði ekki og hún endaði á því að yfirgefa tjaldið. Maðurinn neitaði sök en viðurkenndi að hafa „aðeins rangt fyrir sér“ því hann þuklaði á henni áður en hann fékk hennar samþykki. Hann hafi hætt um leið og hann varð var við að henni þótti það óþægilegt. Hann sagði þetta ekki hafa verið kynferðislegt og þvertók fyrir það að hafa ætlað að sofa hjá henni og að hann hafi vitað að hún væri aðeins 16 ára. Í niðurstöðu MDE er bent á að fullorðinn maður hefði viðurkennt að hafa farið inn í tjaldið þar sem 16 ára gömul stúlka hafi legið sofandi eða hálfsofandi, og að hafa strokið brjóst hennar innan klæða án nokkurra undangenginna samskipta sem bentu til samþykkis. Hins vegar hefðu yfirvöld tekið gilda staðhæfingu hans um að snertingin hefði ekki verið kynferðisleg og að hann hefði hætt um leið og hann varð var við vanlíðan stúlkunnar. Við rannsókn hafi verið litið til ásetnings mannsins til kynferðislegar áreitni en að mati Mannréttindadómstólsins hafi nálgun saksóknara við ákvörðun um ákæru verið of þröng og ekki litið nægilega vel til þess hvort að samþykki hafi veið veitt. Það hafi ekki verið meginatriði hér að maðurinn hafi hætt þegar hann varð var við vanlíðan heldur að hefði átt að líta til þess hvort að stúlkan hafi veitt samþykki þegar var tekin ákvörðun um það hvort gefa ætti út ákæru og á grundvelli hvers. „Mannréttindadómstóllinn mjög gagnrýninn á þessa þröngu túlkun ákæruvaldsins sem leiðir til þeirra þessari skrítnu stöðu. Þarna er sakborningurinn búinn að játa ákveðna háttsemi, en saksóknin kemst þá í raun og veru ranglega að því að hún sé ekki refsiverð. Allt byggir þetta á því hver svona ásetningur og vilji sakbornings hafi staðið til þegar hann fer inn í tjald óboðinn og fer að þukla á ungling. Þetta er svo áhugavert, maður les þessa niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, og bara hugsar: auðvitað, hvernig er hægt að komast að annarri niðurstöðu.“ Ákæruvaldinu hafi samt sem áður tekist að komast að annarri niðurstöðu „Þess vegna hef ég sagt að öll þessi vegferð og öll þessi mál hafi verið lífsnauðsynleg fyrir íslenska réttarkerfið. Dómsmálaráðherrann hefur lýst yfir opinberlega að það verði unnið upp úr þessum dómum og allt miðar þetta að því af því að bæta kerfið þannig það bregðist borgurunum ekki, allavega ekki með þessum hætti.“ Sigurður Örn segir að á síðustu árum hafi einhver skref verið tekin til að bregðast við en það hafi gerst of hægt, og of fá skref tekin. „Það er nauðsynlegt að gera gangskör í þessum málum, bæta verklag. Það skiptir öllu að þessi séu unnin faglega, af virðingu og tímanlega,“ segir hann og að málsmeðferðartíminn eins og hann er í dag sé allt of langur. „Maður sér engin teikn á lofti um að það sé að breytast þrátt fyrir fögur orð þeirra sem koma að þessum málaflokki. Þetta er viðvarandi verkefni, við verðum aldrei búin að leysa það en við getum gert miklu, miklu betur.“ „Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt, bæði auðvitað fyrir þessa einstaklinga sem urðu fyrir þessum brotum. Það er mjög mikilvægt að fá viðurkenningu Mannréttind- dómstóls á brotinu,“ segir hann og að skaðabæturnar skipti verulega miklu máli líka. Hann segir dómana efnismikla og það sé gagnlegt fyrir stjórnvöld, dómara, saksóknara, verjendur og aðra sem koma að þessum málum að fá svona erlenda rýni og leiðbeiningar. „Það er mjög hollt, finnst mér, að fá slíka erlenda rýni. Þetta er í raun eins og gæðaúttekt. Það er mjög gagnlegt fyrir þá sem starfa innan kerfisins að fara yfir þessa dóma. Glöggt er gests augað.

Hægt að skila tillögum til 1. febrúar

Í tilkynningu segir að Faxaflóahafnir leiti til almennings um nafn á húsið. Hægt sé að skila inn tillögum í gegnum vefsíðuna nafnasamkeppni.is fram til 1. febrúar.

„Við viljum að nafnið sé þjált, falli vel að íslenskri málhefð og sé ekki tungubrjótur fyrir þau sem tala önnur mál,“ segir í tilkynningunni.

Svona á miðstöðin að líta út. Faxaflóahafnir

Þar kemur einnig fram að farþegamiðstöðin marki ákveðin tímamót í móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi og muni leysa af hólmi tímabunda aðstöðu sem fyrir er á hafnarsvæðum Faxaflóahafna. Þá sé einnig um að ræða fyrstu farþegamiðstöðina sem opnar í Reykjavík frá því að Bifreiðastöð Íslands, BSÍ, opnaði árið 1965.

Samkvæmt tilkynningu hlýtur vinningshafi að launum siglingu fyrir tvo í skemmtiferðaskipti frá nýju farþegamiðstöðinni við Viðeyjarsund til Bretlands, dagana 2. til 12. júlí 2026, og flug til Íslands eftir siglinguna. Ferðin inniheldur glæsilegt herbergi með svölum og margvísleg fríðindi. Lagt er af stað frá nýju farþegamiðstöðinni í Reykjavík og komið verður við á Ísafirði, Akureyri, Maloy í Noregi, Lerwich á Hjaltlandseyjum, Inverness og Edinborg í Skotlandi áður en lagst er að bryggju í Southampton.

Vigdís Hafliðadóttir er formaður dómnefndar. Faxaflóahafnir

Dómnefnd samkeppninnar skipa Gunnar Tryggvason hafnarstjóri, Líf Magneudóttir stjórnarformaður Faxaflóahafna og Vigdís Hafliðadóttir, listamaður, heimspekingur, sjónvarpskona og textahöfundur, sem jafnframt er formaður dómnefndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×