Bjarnargreiði í góðri trú Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 9. maí 2021 14:09 Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Málflutningur Miðflokksins um frumvarp félagsmálaráðherra nr. 116/2012 (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð) hefur skapað mikla umræðu. Ágallar málsins eru meðal annars mikilvæg atriði sem snúa að kostnaði við frumvarpið. Ekki er tekið tillit til þess afleidda kostnaðar sem umsagnaraðilar benda á. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga er vakin athygli á þessum atriðum. Sambandið hvatti Velferðarnefnd Alþingis sérstaklega til þess að skoða verkefni sem tengjast samræmdri móttöku flóttafólks. Séu þau skoðuð er einsýnt að verkefnin eru verulega vanfjármögnuð. Nú þegar má sjá merki þess að fjármagn hafi skort í samningum sem Félagsmálaráðuneytið gerði við móttökusveitarfélög og svo virðist vera að ekki eigi að bæta þeim (sveitarfélögunum) þau viðbótarútgjöld sem mynduðust vegna aukins álags á skólakerfið og félagsþjónustu. Sambandið bendir einnig á að ekki er tekið tillit til aðkomu heilbrigðiskerfisins. Þetta allt vekur upp spurningar, hvort verið sé að huga að öllum þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar þegar lagt er upp í þessa vegferð. Tekið er fram í frumvarpinu að kostnaðurinn verði 23,7 millj. kr. og það segir sig sjálft að sá kostnaður dekkar á engan hátt allt málefnasviðið sem frumvarpið tekur þó til. Það nægir að nefna möguleika til náms, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, atvinnu og samgöngum. Það er eitt að setja fram stefnu en þá verður líka að vera til innistæða fyrir stefnunni. Það þarf að gera ráð fyrir því að til staðar verði stuðningur og þjónusta. Menntakerfið þarf að vera í stakk búið til að mæta fleiri nemendum með mismunandi þarfir, tryggja þarf að kennarar fái faglegan stuðning sem þeim ber. Félagsþjónusta sveitarfélaga þarf að vera nægjanlega undirbúin svo hún geti staðið við sitt hlutverk og aðgengi að heilbrigðusþjónustu þarf að vera fullnægjandi. Auk þessa er Vinnumálastofnun ætlað stórt hlutverk. Spurningum við öllum þessum vafaatriðum þarf að veita svör. Þingmenn Miðflokksins eru sagðir misskilja tilgang frumvarpsins, því sé aðeins ætlað að samhæfa þjónustu sem veitt er og þess vegna verði kostnaður aðeins bundinn við það. En þá verður að benda á að fleiri virðast misskilja efni frumvarpsins miðað við þær umsagnir sem bárust Velferðarnefnd Alþingis. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar