Eystrasaltslönd í brennidepli: Byggjum brýr með barnastarfi Sabina Westerholm skrifar 7. maí 2021 07:02 Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eistland Lettland Litháen Menning Reykjavík Innflytjendamál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Nú í vor býður Norræna húsið til baltneskrar barnamenningarhátíðar í tilefni Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við litháísku og lettnesku skólana í Reykjavík og skapandi einstaklinga frá Eystrasaltsríkjunum, búsettum á Íslandi. Hluti viðburðanna er ætlaður einstaklingum sem hafa baltnesk tungumál og eistneskuað móðurmáli en aðrir eru opnir almenningi og hafa það að markmiði að miðla baltneskri menningu og hefðum. Með þessari áherslu viljum við annars vegar sýna að Norræna húsið er opinn og aðgengilegur samkomustaður sem býður alla velkomna og hins vegar vinna gegn staðalímyndum og tilhneigingu til einhliða umfjöllunar í fjölmiðlum og athugasemdakerfum sem snýr að fólki með erlendan bakgrunn. Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki varpa ljósi á fjölbreytileika samfélagsins í sama mæli og fjölmiðlar í öðrum norrænum ríkjum gera en rannsóknir sýna að sú ímynd sem dregin er upp af fólki með erlendan bakgrunn hér á landi er oft lituð af neikvæðni. Sem dæmi má nefna að erlend þjóðerni eru gjarnan tilgreint þegar um er að ræða afbrotahegðun jafnvel þótt það tengist innihaldi fréttarinnar ekki með beinum hætti. Að undanförnu hefur umræðan um kórónuveirusmit og hver það er sem kemur með smit inn í landið skapað spennuþrungnar umræður innan samfélagsins. Svo hatrömm varð umræðan að sóttvarnarlæknir sá sig knúinn til að grípa í taumana og ítreka þá staðreynd að það væri veiran sjálf sem væri hinn eiginlegi óvinur. Þegar litið er til þess að 18% þjóðarinnar hafa bakgrunn í öðru landi en Íslandi er þetta augljóslega mikið vandamál. Fjölmiðlar, ríki og samtök verða að taka ábyrgð og sporna við þessari þróun. Norræna ráðherranefndin hefur frá því á tíunda áratugnum átt í nánu samstarfi við Eistland, Lettland og Litháen og höfum við í Norræna húsinu meðafgerandi hætti ákveðið að auka menningarsamstarf við fólk af baltneskum uppruna.Meðal íbúa landsins er töluverður fjöldi fólks með baltneskan bakgrunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa á Íslandi 3299 Litháar, 1965 Lettar og 166 Eistar (borið saman við 3644 Dani, 2173 Svía, 212 Finna og 1273 Norðmenn). Menning byggir brýr og Norræna húsið er brúarsmiður. Í þessu tilviki byggjum við staðbundna innviði sem leiða okkur nær hvert öðru, auka gagnkvæman skilning og vinna þar með gegn fordómum. Stuðningurinn frá okkar baltnesku samstarfsaðilum hefur verið mikill og góður og full af auðmýkt höldum við áfram för okkar, meðvituð um mikilvægi þessa starfs sem við erum rétt að hefja.Upplýsingar um viðburði á barnamenningarhátíð má finna á heimasíðu Norræna hússins. Höfundur er forstjóri Norræna hússins í Reykjavík
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar