Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 11:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bólusetningum miða vel en hjarðónæmi sé ekki náð. Vísir/Vilhelm Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira