Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 11:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir bólusetningum miða vel en hjarðónæmi sé ekki náð. Vísir/Vilhelm Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. Þórólfur sagði útlit fyrir að aukningin yrði meiri en menn höfðu spáð, sem mætti meðal annars rekja til þess að nú væru einstaklingar farnir að koma hingað utan Schengen, ekki síst frá Bandaríkjunum. Í síðustu viku komu hingað um 3.000 manns en af þeim framvísuðu um 1.500 vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu, flestir frá Bandaríkjunum. Um 680, eða 20 prósent, fóru beint í sóttvarnahús. Þórólfur sagði von á enn fleirum á næstu dögum og vikum, sem myndi auka álag á greiningar á Landspítalanum. Greiningagetan væri um 3 til 4 þúsund sýni á dag. Sagði hann þetta myndu kalla á einhverjar breytingar á fyrirkomulagið á landamærunum. Sagði Þórólfur nauðsynlegt að viðhafa fyllsta öryggi á landamærunum á sama tíma og takmörkunum yrði aflétt innanlands því þrátt fyrir að bólusetningar gegnu vel væri hjarðónæmi ekki náð. Það myndi gerast þegar 60 til 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt en nú væri hlutfallið rúmlega 30 prósent, eða þriðjungur þjóðarinnar. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir mun taka gildi í næstu viku og sagðist Þórólfur bjartsýnn á að hægt yrði að ráðast nokkuð hratt í afléttingar. Á síðustu viku hefðu 28 greinst innanlands og þar af 26 verið í sóttkví. Veiran væri hins vegar ennþá í samfélaginu og mikilvægt að fara áfram varlega. Þetta ætti ekki síst við þann mikla fjölda sem væri í sóttkví en fimm prósent þeirra væru líklegir til að greinast. Fimm einstaklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19, þar af þrír með virkt smit. Enginn er hins vegar á gjörgæslu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira