Margt annað að gera en að nýta lagalega smugu til að keyra á göngugötum Snorri Másson og Kjartan Kjartansson skrifa 3. maí 2021 19:05 Nokkrar bílar voru á ferðinni á þeim hluta Laugavegar sem hefur verið göngugata þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð mánudagin 3. maí 2021. Vísir/Vilhelm Heimilt hefur verið samkvæmt lögum að keyra niður Laugaveginn á milli Frakkarstígs og Klapparstígs frá upphafi mánaðarins, eftir að tímabundin heimild til göngugötufyrirkomulags á umræddum kafla féll úr gildi. Þá heimild á að endurnýja á morgun. Vegna þess að lögformlega var kaflinn ekki lengur göngugata í þessa fjóra daga, hefur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vakið reglulega athygli á því á Facebook að Laugavegurinn sé „opinn fyrir bílaumferð“ eins og þar segir. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að hann telji ekki skynsamlegt að hvetja fólk til þess að keyra um götuna, enda flestir sem hafi vanist því að umræddur kafli sé göngugata. „Ég tel ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að nýta sér þessa hugsanlegu lagalegu óvissu til að keyra á stórum trukkum á malbiki. Ég held að menn geti gert ýmislegt annað við tímann sinn. En í versta falli erum við að horfa á síðustu daga þess að þessi hluti Laugavegar verði opinn fyrir bílaumferð og ég gleðst yfir því,“ segir Pawel. Þessi litli partur af Laugaveginum sem var göngugata er nú opinn fyrir bílaumferð og VigdísarHauks týpurnar strax mættar á bíl til að segja mér og syni mínum að það megi sko keyra þarna þessa dagana :) hvern þarf ég að berja til að fá þetta lagað?— glówdís (@glodisgud) May 2, 2021 „Ég alla vega bið fólk, að ef einhver ætlar að taka þátt í einhverjum gjörningi, að keyra niður Laugaveginn, að huga alla vega að varúðarreglum umferðarlaga og sýna hina mestu tillitssemi enda hafa gangandi vegfarendur vanist því að þetta sé göngusvæði í nokkurn tíma,“ bætir Pawel við. Vigdís Hauksdóttir, í stöðuuppfærslu 30. apríl: „Tilkynning!!! Laugavegurinn verður opinn fyrir bílaumferð frá og með miðnætti í dag og þar til borgarsjórnarfundi líkur [sic] þriðjudaginn 4. maí m.ö.o. Laugavegurinn verður opinn í 4 sólarhringa.“Vísir/Vilhelm Á morgun verður ný bráðabirgðaheimild fyrir göngugötur að líkindum samþykkt á fundi borgarstjórnar á meðan þess er enn beðið að hin varanlega ráðstöfun verði tilkynnt í Stjórnartíðindum. Pawel segir ástæðu þess að ekki hafi verið sköpuð ný bráðabirgðaheimild í tæka tíð þá, að talið var að auglýsingin yrði birt í Stjórnartíðindum fyrir 1. maí. Það gerðist ekki. Hringlið þreytandi Ekki tókst að samþykkja framlengingu á heimildinni áður en hún rann út á fundi skipulagsráðs í síðustu viku þar sem Eyþór Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, greiddu atkvæði gegn því. Málið var tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag sem samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum meirihlutaflokkanna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eyþór greiddi aftur atkvæði gegn tillögunni ásamt Valgerði Sigurðardóttur. Hildur Björnsdóttir, flokkssystir þeirra, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, gerir ráð fyrir að ný bráðabirgðaheimild fyrir göngugötu á Laugavegi verði samþykkt á morgun. Þangað til ræður hann fólki frá því keyra þar um á bíl.Vísir/Vilhelm Tillagan fer fyrir borgarstjórn til endanlegrar staðfestingar á morgun. Í millitíðinni er því ekkert sem bannar það að bílum sé ekið þennan hluta Laugavegsins jafnvel þó að þar séu enn umferðarskilti sem segja annað þessa stundina. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skipulags- og umhverfisráði borgarinnar, gagnrýnir að meirihlutinn hafi sett tillöguna um að framlengja heimildina svo seint á dagskrá. Hringl með göngugötuna sé þreytandi fyrir bæði rekstraraðila og íbúa. „Meirihlutinn er búinn að tala um þetta í meira en tíu ár en hann er ekki enn búinn að ná að framkvæma þetta,“ segir hún við Vísi. Göngugötur Reykjavík Borgarstjórn Bílar Hjólreiðar Tengdar fréttir Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Formaður Fylkis segir ástandið skelfilegt. 5. október 2020 12:00 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Vegna þess að lögformlega var kaflinn ekki lengur göngugata í þessa fjóra daga, hefur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vakið reglulega athygli á því á Facebook að Laugavegurinn sé „opinn fyrir bílaumferð“ eins og þar segir. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Viðreisnar, segir í samtali við Vísi að hann telji ekki skynsamlegt að hvetja fólk til þess að keyra um götuna, enda flestir sem hafi vanist því að umræddur kafli sé göngugata. „Ég tel ekki skynsamlegt að hvetja fólk til að nýta sér þessa hugsanlegu lagalegu óvissu til að keyra á stórum trukkum á malbiki. Ég held að menn geti gert ýmislegt annað við tímann sinn. En í versta falli erum við að horfa á síðustu daga þess að þessi hluti Laugavegar verði opinn fyrir bílaumferð og ég gleðst yfir því,“ segir Pawel. Þessi litli partur af Laugaveginum sem var göngugata er nú opinn fyrir bílaumferð og VigdísarHauks týpurnar strax mættar á bíl til að segja mér og syni mínum að það megi sko keyra þarna þessa dagana :) hvern þarf ég að berja til að fá þetta lagað?— glówdís (@glodisgud) May 2, 2021 „Ég alla vega bið fólk, að ef einhver ætlar að taka þátt í einhverjum gjörningi, að keyra niður Laugaveginn, að huga alla vega að varúðarreglum umferðarlaga og sýna hina mestu tillitssemi enda hafa gangandi vegfarendur vanist því að þetta sé göngusvæði í nokkurn tíma,“ bætir Pawel við. Vigdís Hauksdóttir, í stöðuuppfærslu 30. apríl: „Tilkynning!!! Laugavegurinn verður opinn fyrir bílaumferð frá og með miðnætti í dag og þar til borgarsjórnarfundi líkur [sic] þriðjudaginn 4. maí m.ö.o. Laugavegurinn verður opinn í 4 sólarhringa.“Vísir/Vilhelm Á morgun verður ný bráðabirgðaheimild fyrir göngugötur að líkindum samþykkt á fundi borgarstjórnar á meðan þess er enn beðið að hin varanlega ráðstöfun verði tilkynnt í Stjórnartíðindum. Pawel segir ástæðu þess að ekki hafi verið sköpuð ný bráðabirgðaheimild í tæka tíð þá, að talið var að auglýsingin yrði birt í Stjórnartíðindum fyrir 1. maí. Það gerðist ekki. Hringlið þreytandi Ekki tókst að samþykkja framlengingu á heimildinni áður en hún rann út á fundi skipulagsráðs í síðustu viku þar sem Eyþór Arnalds og Marta Guðjónsdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, greiddu atkvæði gegn því. Málið var tekið fyrir í borgarráði á fimmtudag sem samþykkti tillöguna með fjórum atkvæðum meirihlutaflokkanna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Eyþór greiddi aftur atkvæði gegn tillögunni ásamt Valgerði Sigurðardóttur. Hildur Björnsdóttir, flokkssystir þeirra, sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, gerir ráð fyrir að ný bráðabirgðaheimild fyrir göngugötu á Laugavegi verði samþykkt á morgun. Þangað til ræður hann fólki frá því keyra þar um á bíl.Vísir/Vilhelm Tillagan fer fyrir borgarstjórn til endanlegrar staðfestingar á morgun. Í millitíðinni er því ekkert sem bannar það að bílum sé ekið þennan hluta Laugavegsins jafnvel þó að þar séu enn umferðarskilti sem segja annað þessa stundina. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í skipulags- og umhverfisráði borgarinnar, gagnrýnir að meirihlutinn hafi sett tillöguna um að framlengja heimildina svo seint á dagskrá. Hringl með göngugötuna sé þreytandi fyrir bæði rekstraraðila og íbúa. „Meirihlutinn er búinn að tala um þetta í meira en tíu ár en hann er ekki enn búinn að ná að framkvæma þetta,“ segir hún við Vísi.
Göngugötur Reykjavík Borgarstjórn Bílar Hjólreiðar Tengdar fréttir Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35 Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Formaður Fylkis segir ástandið skelfilegt. 5. október 2020 12:00 Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Vesturbæingar ánægðastir með göngugötur en Grafarvogsbúar neikvæðastir Ánægja með göngugötur í miðborginni eykst á milli ára. Fólk sem nýtir sér göngugötur er almennt ánægðara með þær en fólk sem heimsækir þær sjaldnar. 7. október 2020 17:35
Ók niður göngugötu á Laugavegi undir áhrifum fíkniefna Betur fór en á horfðist þegar ökumaður ók undir áhrifum fíkniefna í miðborginni í dag. 13. september 2020 17:29