Engin sjálfbærni án menningar Constance Ursin, Rasmus Vestergaard, Claus Kjeld Jensen, Sarah Anwar og Varna Marianne Nielsen skrifa 4. maí 2021 07:00 ,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Menning Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun