Engin sjálfbærni án menningar Constance Ursin, Rasmus Vestergaard, Claus Kjeld Jensen, Sarah Anwar og Varna Marianne Nielsen skrifa 4. maí 2021 07:00 ,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Menning Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
,,Þýðingarmikið og virkt menningarlíf er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr til þess að endurbyggja það traust og þann trúnað sem hefur ríkt milli Norðurlandanna”, skrifa stjórnarformenn norrænu húsanna og menningarstofnana í Helsinki, Maríuhöfn, Nuuk, Reykjavík og Þórshöfn. Í mars var haldið upp á dag Norðurlanda, dag norrænnar samheldni þar sem litið er til þess sem sameinar Norðurlöndin og möguleg sóknarfæri í samstarfi landanna skoðuð. Þar ætti menningin að leika miklu stærra hlutverk þegar samfélög okkar opnast aftur eftir heimsfaraldur. Menning hefur ekki einungis þýðingu fyrir lýðræðisleg og opin samfélög heldur er menningin í raun einn af grundvöllum norrænnar samvinnu frá upphafi. Mikilvægi menningar fyrir félagslega sjálfbært samfélag er líka hluti framtíðarsýnar um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims með stórtæku menningarsamstarfi. Menningarlífið í löndunum okkar hefur orðið fyrir skakkaföllum og enn sjáum við ekki allar afleiðingar þessa. Við vitum að Norðurlöndin hafa nú þegar ráðstafað miklu fjármagni til þess að milda skaðleg áhrif sóttvarnaraðgerða á menningarlíf. Fjölmargir listamenn, stofnanir og fyrirtæki hafa misst innkomu sína. Ennfremur hefur tímabil sem einkennist af einangrun og takmörkunum sýnt okkur svart á hvítu hve mikilvægt menningarlíf er fyrir vellíðan fólks. Allir geirar samfélagsins hafa á mismunandi hátt orðið fyrir barðinu af COVID-19, en menningargeirinn hefur orðið einstaklega hart úti þar sem að menningunni hefur verið meinað að leika sitt aðalhlutverk; að bjóða borgurum landsins upp á vettvang til að koma saman, vettvang sem er aðgengilegur öllum. Hið norræna menningar- og listamannasamstarf er eini samstarfsvettvangur norrænnar samvinnu sem er algerlega sýnilegur og aðgengilegur borgurunum. Það er óþarfi að vera sérfræðingur til þess að geta upplifað og tekið þátt í menningarstarfi. COVID-19 og viðbrögð Norðurlandanna við faraldrinum hafa nú þegar skaðað traust á milli nágrannalanda og það hefur verið áskorun að finna sameiginlegar lausnir á vandamálum, viðfangsefni sem hefur ávallt tíðkast í norrænu samstarfi, ekki síður á krepputímum. Það hefur verið erfið og óvenjuleg reynsla að upplifa lokuð landamæri milli Norðurlandanna. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að hið norræna samstarf ætli að beita niðurskurðarhníf að sínum eigin hálsi. Drög að fjárhagsáætlun, sem hefur verið sett fram af norrænu samstarfsráðherrunum fyrir árin 2021-2024, leggur til 20-25% niðurskurð af menningar- og menntunaráætlunum. Það er afar slæmt að skera niður fjárframlög til menningarmála á þessum tímapunkti þar sem að það er einmitt menningin og menningarsamstarf sem getur sameinað fólk og aukið skilning þess á milli. Höfundar eru: Constance Ursin, stjórnarformaður Norrænu menningargáttarinnar í Helsinki, Rasmus Vestergaard, stjórnarformaður Nordens institut á Álandseyjum, Claus Kjeld Jensen, stjórnarformaður Nordens institut á Grænlandi, Sarah Anwar, stjórnarformaður Norræna hússins í Reykjavík, og Varna Marianne Nielsen, stjórnarformaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Myndin sem fylgir greininni er af Söruh Anwar, stjórnarformanni Norræna hússins á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar